Ólafur Ragnar og Þóra með afgerandi forskot 13. apríl 2012 10:30 Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi mælast með svo gott sem sama stuðning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Alls segjast 46 prósent þeirra sem afstöðu taka til einhvers frambjóðanda styðja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu sem forseti. Um 46,5 prósent segjast myndu kjósa Þóru yrði gengið til kosninga nú. Munurinn á Ólafi og Þóru er innan skekkjumarka könnunarinnar.Aðrir sem lýst hafa yfir framboði njóta mun minni hylli meðal kjósenda. Alls segjast 2,9 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor. Um 1,5 prósent styðja Ástþór Magnússon athafnamann. Jón Lárusson lögreglumaður fengi samkvæmt könnuninni um 1,2 prósent atkvæða og Hannes Bjarnason úr Skagafirði fengi 0,4 prósenta fylgi. „Ég held að það hljóti að teljast mikil og góð tíðindi fyrir Þóru að mælast svona hátt, núna þegar hún hefur varla hafið kosningabaráttuna," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar„Þóra er mjög þekkt úr fjölmiðlum og greinilegt að mörgum finnst hún hafa komið vel fyrir. Hún á eftir að kynna sig fyrir kjósendum, og ætti þess vegna að eiga meira inni með sinni kosningabaráttu," segir Grétar. „Þessar niðurstöður hljóta að vera verulegt áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar," segir Grétar. Hann segir erfitt að reikna út hvernig Ólafur muni bregðast við stöðunni. „Ég er ekki viss um að hann bregðist við þessu með einum eða öðrum hætti. Hins vegar hljóta að renna á hann tvær grímur, ég er sannfærður um það, þegar staðan er svona svo löngu fyrir kosningar, og kosningabaráttan eiginlega ekki hafin. Þetta getur orðið til þess að hann taki meiri þátt í kosningabaráttunni en hann hafði kannski hugsað sér," segir Grétar. Um 1,5 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja annan frambjóðanda en þá sem þegar hafa lýst yfir framboði. Hafa ber í huga að enn eru sex vikur í að frestur til að tilkynna um framboð rennur út, og því gætu fleiri frambjóðendur bæst í hópinn. Þá hafa þeir sex sem tilkynnt hafa um framboð sitt enn um tvo og hálfan mánuð til viðbótar til að kynna sig og sín stefnumál þar til kosið verður 30. júní. Getur fælt aðra frá baráttunniGrétar segir þó þá sterku stöðu Þóru sem birtist í könnun Fréttablaðsins geta fælt aðra frá því að blanda sér í baráttuna. „Ég er ekki viss um að það sé kræsilegt fyrir aðra að hella sér í þennan slag." Tæplega fjórðungur þeirra 800 sem hringt var í, um 22,1 prósent, sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvern þeir ætluðu að kjósa. Hlutfallið er lægra en búast hefði mátt við nú þegar tveir og hálfur mánuður er til kosninga, segir Grétar. Hann bendir á að enn gætu fleiri boðið sig fram, og frambjóðendur séu ekki farnir að kynna sig almennilega fyrir kjósendum. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 29,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 30,2 prósent. Um 1,9 prósent styðja Herdísi, 1,0 prósent Ástþór, 0,7 prósent Jón og 0,2 prósent Hannes. Þá sagðist um 1 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33 Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi mælast með svo gott sem sama stuðning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Alls segjast 46 prósent þeirra sem afstöðu taka til einhvers frambjóðanda styðja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu sem forseti. Um 46,5 prósent segjast myndu kjósa Þóru yrði gengið til kosninga nú. Munurinn á Ólafi og Þóru er innan skekkjumarka könnunarinnar.Aðrir sem lýst hafa yfir framboði njóta mun minni hylli meðal kjósenda. Alls segjast 2,9 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor. Um 1,5 prósent styðja Ástþór Magnússon athafnamann. Jón Lárusson lögreglumaður fengi samkvæmt könnuninni um 1,2 prósent atkvæða og Hannes Bjarnason úr Skagafirði fengi 0,4 prósenta fylgi. „Ég held að það hljóti að teljast mikil og góð tíðindi fyrir Þóru að mælast svona hátt, núna þegar hún hefur varla hafið kosningabaráttuna," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar„Þóra er mjög þekkt úr fjölmiðlum og greinilegt að mörgum finnst hún hafa komið vel fyrir. Hún á eftir að kynna sig fyrir kjósendum, og ætti þess vegna að eiga meira inni með sinni kosningabaráttu," segir Grétar. „Þessar niðurstöður hljóta að vera verulegt áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar," segir Grétar. Hann segir erfitt að reikna út hvernig Ólafur muni bregðast við stöðunni. „Ég er ekki viss um að hann bregðist við þessu með einum eða öðrum hætti. Hins vegar hljóta að renna á hann tvær grímur, ég er sannfærður um það, þegar staðan er svona svo löngu fyrir kosningar, og kosningabaráttan eiginlega ekki hafin. Þetta getur orðið til þess að hann taki meiri þátt í kosningabaráttunni en hann hafði kannski hugsað sér," segir Grétar. Um 1,5 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja annan frambjóðanda en þá sem þegar hafa lýst yfir framboði. Hafa ber í huga að enn eru sex vikur í að frestur til að tilkynna um framboð rennur út, og því gætu fleiri frambjóðendur bæst í hópinn. Þá hafa þeir sex sem tilkynnt hafa um framboð sitt enn um tvo og hálfan mánuð til viðbótar til að kynna sig og sín stefnumál þar til kosið verður 30. júní. Getur fælt aðra frá baráttunniGrétar segir þó þá sterku stöðu Þóru sem birtist í könnun Fréttablaðsins geta fælt aðra frá því að blanda sér í baráttuna. „Ég er ekki viss um að það sé kræsilegt fyrir aðra að hella sér í þennan slag." Tæplega fjórðungur þeirra 800 sem hringt var í, um 22,1 prósent, sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvern þeir ætluðu að kjósa. Hlutfallið er lægra en búast hefði mátt við nú þegar tveir og hálfur mánuður er til kosninga, segir Grétar. Hann bendir á að enn gætu fleiri boðið sig fram, og frambjóðendur séu ekki farnir að kynna sig almennilega fyrir kjósendum. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 29,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 30,2 prósent. Um 1,9 prósent styðja Herdísi, 1,0 prósent Ástþór, 0,7 prósent Jón og 0,2 prósent Hannes. Þá sagðist um 1 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33 Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33
Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15