Guðjón Baldvinsson var á skotskónum fyrir sænska liðið Halmstad í kvöld er það lagði Trelleborg, 3-1, í B-deildinni.
Mark Guðjóns var þriðja mark Halmstad í leiknum. Kristinn Steindórsson var einnig í liði Halmstad í kvöld en liðið er í sjötta sæti deildarinnar.
Rúrik Gíslason var svo í byrjunarliði OB í danska boltanum er það gerði jafntefli gegn Silkeborg, 1-1. Rúrik fékk gula spjaldið á 12. mínútu leiksins.
OB er í tíunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Guðjón skoraði fyrir Halmstad
