Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi 10. febrúar 2012 07:30 Lilja Mósesdóttir Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. Samstaða, nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur, fengi ríflega fimmtung atkvæða og fjórtán þingmenn yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð fá samtals ríflega 30 prósent fylgi. Taka verður niðurstöðum könnunarinnar með fyrirvara þar sem enn eru mjög margir sem ekki gefa upp afstöðu. Þó gáfu um 52,9 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni upp afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Spurt var sérstaklega um fjögur ný framboð.Almennt hefur lægra hlutfall þeirra sem taka afstöðu þegar spurt er um fylgi flokka í skoðanakönnunum verið tengt óþoli almennings á þeim stjórnmálaflokkum sem í boði eru. Í könnunum sem gerðar voru fyrir hrun var algengt hlutfall í kringum 65 prósent. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, gefa vísbendingu um stöðu flokkanna þrátt fyrir að margir taki ekki afstöðu til flokkanna. Hafa verður í huga að nýju framboðin eiga eftir að móta afstöðu til málefna sem skipta kjósendur máli, frambjóðendur þeirra eru ekki komnir fram og framboðin hafa lítið sem ekkert kynnt sig. Sé miðað við þá sem tóku afstöðu til einhverra flokka nýtur Sjálfstæðisflokkurinn enn mests stuðnings. Um 35 prósent kjósenda segjast myndu kjósa flokkinn nú, sem myndi færa flokknum 24 þingsæti. Flokkurinn er með sextán þingmenn í dag. Samstaða mælist nú með næst mest fylgi, og segjast 21,3 prósent myndu kjósa flokkinn í kosningum, og fengi hann miðað við það fjórtán þingmenn. Önnur ný framboð fá ekki jafn mikinn stuðning. Björt framtíð, undir forystu Guðmunds Steingrímssonar, mælist með 6,1 prósents stuðning, sem myndi skila fjórum á þing. Hægri-grænir, flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, fengju samkvæmt henni 0,9 prósent atkvæða. Þá fengi Lýðfrelsisflokkurinn undir forystu Guðbjörns Guðbjörnssonar 1,2 prósent atkvæða. Hvorugur næði manni á þing.Um 12,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú, og fengi flokkurinn átta þingmenn miðað við þá niðurstöðu. Samfylkingin er í dag með 20 þingmenn. Alls sögðust átta prósent myndu kjósa Vinstri græn í skoðanakönnuninni, sem myndi skila fimm þingmönnum í kosningum, en tólf eru í þingflokki Vinstri grænna í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 12,5 prósent atkvæða og átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn er í dag með níu þingmenn. Hreyfingin nýtur stuðnings 1,7 prósenta samkvæmt könnuninni. Það myndi ekki duga til að koma fulltrúum flokksins á þing, en þingmenn Hreyfingarinnar eru í dag þrír talsins. Þess ber að geta að þingmenn flokksins vinna nú að stofnun nýs stjórnmálaafls í samvinnu við Borgarahreyfinguna, Frjálslynda flokkinn og ýmis grasrótarsamtök. Stofnfundur framboðsins er áformaður næstkomandi sunnudag. brjann@frettabladid.isÍ könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 800 manns dagana 8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Svarmöguleikar voru lesnir upp í tilviljanakenndri röð, bæði flokkar sem sæti eiga á Alþingi og ný framboð sem hafa verið stofnuð.Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að reyna að fá fólk til að taka afstöðu. Alls tóku 52,9 prósent afstöðu. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. Samstaða, nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur, fengi ríflega fimmtung atkvæða og fjórtán þingmenn yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð fá samtals ríflega 30 prósent fylgi. Taka verður niðurstöðum könnunarinnar með fyrirvara þar sem enn eru mjög margir sem ekki gefa upp afstöðu. Þó gáfu um 52,9 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni upp afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Spurt var sérstaklega um fjögur ný framboð.Almennt hefur lægra hlutfall þeirra sem taka afstöðu þegar spurt er um fylgi flokka í skoðanakönnunum verið tengt óþoli almennings á þeim stjórnmálaflokkum sem í boði eru. Í könnunum sem gerðar voru fyrir hrun var algengt hlutfall í kringum 65 prósent. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, gefa vísbendingu um stöðu flokkanna þrátt fyrir að margir taki ekki afstöðu til flokkanna. Hafa verður í huga að nýju framboðin eiga eftir að móta afstöðu til málefna sem skipta kjósendur máli, frambjóðendur þeirra eru ekki komnir fram og framboðin hafa lítið sem ekkert kynnt sig. Sé miðað við þá sem tóku afstöðu til einhverra flokka nýtur Sjálfstæðisflokkurinn enn mests stuðnings. Um 35 prósent kjósenda segjast myndu kjósa flokkinn nú, sem myndi færa flokknum 24 þingsæti. Flokkurinn er með sextán þingmenn í dag. Samstaða mælist nú með næst mest fylgi, og segjast 21,3 prósent myndu kjósa flokkinn í kosningum, og fengi hann miðað við það fjórtán þingmenn. Önnur ný framboð fá ekki jafn mikinn stuðning. Björt framtíð, undir forystu Guðmunds Steingrímssonar, mælist með 6,1 prósents stuðning, sem myndi skila fjórum á þing. Hægri-grænir, flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, fengju samkvæmt henni 0,9 prósent atkvæða. Þá fengi Lýðfrelsisflokkurinn undir forystu Guðbjörns Guðbjörnssonar 1,2 prósent atkvæða. Hvorugur næði manni á þing.Um 12,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú, og fengi flokkurinn átta þingmenn miðað við þá niðurstöðu. Samfylkingin er í dag með 20 þingmenn. Alls sögðust átta prósent myndu kjósa Vinstri græn í skoðanakönnuninni, sem myndi skila fimm þingmönnum í kosningum, en tólf eru í þingflokki Vinstri grænna í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 12,5 prósent atkvæða og átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn er í dag með níu þingmenn. Hreyfingin nýtur stuðnings 1,7 prósenta samkvæmt könnuninni. Það myndi ekki duga til að koma fulltrúum flokksins á þing, en þingmenn Hreyfingarinnar eru í dag þrír talsins. Þess ber að geta að þingmenn flokksins vinna nú að stofnun nýs stjórnmálaafls í samvinnu við Borgarahreyfinguna, Frjálslynda flokkinn og ýmis grasrótarsamtök. Stofnfundur framboðsins er áformaður næstkomandi sunnudag. brjann@frettabladid.isÍ könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 800 manns dagana 8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Svarmöguleikar voru lesnir upp í tilviljanakenndri röð, bæði flokkar sem sæti eiga á Alþingi og ný framboð sem hafa verið stofnuð.Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að reyna að fá fólk til að taka afstöðu. Alls tóku 52,9 prósent afstöðu.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira