Nýr flokkur aldrei fengið meira en 10% Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2012 16:59 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðurnar sýna óánægju með fjórflokkana. „Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. „Þetta er afar góð byrjun hjá Samstöðu en hins vegar er í þessu mikil óvissa," segir Ólafur. Hann segir að miðað við stöðuna núna virðist vera frjór jarðvegur fyrir ný framboð en hvort það skili sér í kjörkössunum þegar þar að kemur sé alveg opin spurning. Ólafur bendir á að samkvæmt könnuninni í Fréttablaðinu séu ný framboð að mælast með 31% samtals. Minnsta fylgi fjórflokkanna hafi verið 1987 þegar þeir fengu 75% en þá hafi bæði Kvennalistinn og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar verið með um 10% fylgi. „Ef þeir fengu ekki nema 70% væri það nýtt met," segir Ólafur. Ólafur segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að byrjun Samstöðu sé óvenjulega glæsileg, en slík byrjun sé þó ekki óþekkt. „Við sáum svipaða hluti þegar Albert kom með Borgaraflokkinn. Þá var hann með tölur í kringum 20% en endaði í um 11%," segir Ólafur. Bandalag jafnaðarmanna, með Vilmund Gylfason í forystu, hafi líka byrjað mjög hátt en endað í ríflega sjö prósentum. Sama megi segja um Þjóðvaka, framboð Jóhönnu Sigurðardóttur, árið 1995. „Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tuttugu prósent og endað við tíu prósent," segir Ólafur. Hann bendir á að aldrei hafi nýr flokkur fengið meira en ríflega 10% í alþingiskosningum að undanskilinni Samfylkingunni. Samfylkingin hafi hins vegar verið byggð á grunni gamalla flokka. Ólafur segir að bæði séu til dæmi um flokka sem hafi byrjað mjög vel í skoðanakönnunum en svo lækkað í aðdraganda kosninga. Einnig séu dæmi um flokka sem hafi byrjað illa en hækkað þegar á leið. VG sé dæmi um slíkan flokk. Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. „Þetta er afar góð byrjun hjá Samstöðu en hins vegar er í þessu mikil óvissa," segir Ólafur. Hann segir að miðað við stöðuna núna virðist vera frjór jarðvegur fyrir ný framboð en hvort það skili sér í kjörkössunum þegar þar að kemur sé alveg opin spurning. Ólafur bendir á að samkvæmt könnuninni í Fréttablaðinu séu ný framboð að mælast með 31% samtals. Minnsta fylgi fjórflokkanna hafi verið 1987 þegar þeir fengu 75% en þá hafi bæði Kvennalistinn og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar verið með um 10% fylgi. „Ef þeir fengu ekki nema 70% væri það nýtt met," segir Ólafur. Ólafur segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að byrjun Samstöðu sé óvenjulega glæsileg, en slík byrjun sé þó ekki óþekkt. „Við sáum svipaða hluti þegar Albert kom með Borgaraflokkinn. Þá var hann með tölur í kringum 20% en endaði í um 11%," segir Ólafur. Bandalag jafnaðarmanna, með Vilmund Gylfason í forystu, hafi líka byrjað mjög hátt en endað í ríflega sjö prósentum. Sama megi segja um Þjóðvaka, framboð Jóhönnu Sigurðardóttur, árið 1995. „Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tuttugu prósent og endað við tíu prósent," segir Ólafur. Hann bendir á að aldrei hafi nýr flokkur fengið meira en ríflega 10% í alþingiskosningum að undanskilinni Samfylkingunni. Samfylkingin hafi hins vegar verið byggð á grunni gamalla flokka. Ólafur segir að bæði séu til dæmi um flokka sem hafi byrjað mjög vel í skoðanakönnunum en svo lækkað í aðdraganda kosninga. Einnig séu dæmi um flokka sem hafi byrjað illa en hækkað þegar á leið. VG sé dæmi um slíkan flokk.
Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30
Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29