Nýr flokkur aldrei fengið meira en 10% Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2012 16:59 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðurnar sýna óánægju með fjórflokkana. „Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. „Þetta er afar góð byrjun hjá Samstöðu en hins vegar er í þessu mikil óvissa," segir Ólafur. Hann segir að miðað við stöðuna núna virðist vera frjór jarðvegur fyrir ný framboð en hvort það skili sér í kjörkössunum þegar þar að kemur sé alveg opin spurning. Ólafur bendir á að samkvæmt könnuninni í Fréttablaðinu séu ný framboð að mælast með 31% samtals. Minnsta fylgi fjórflokkanna hafi verið 1987 þegar þeir fengu 75% en þá hafi bæði Kvennalistinn og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar verið með um 10% fylgi. „Ef þeir fengu ekki nema 70% væri það nýtt met," segir Ólafur. Ólafur segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að byrjun Samstöðu sé óvenjulega glæsileg, en slík byrjun sé þó ekki óþekkt. „Við sáum svipaða hluti þegar Albert kom með Borgaraflokkinn. Þá var hann með tölur í kringum 20% en endaði í um 11%," segir Ólafur. Bandalag jafnaðarmanna, með Vilmund Gylfason í forystu, hafi líka byrjað mjög hátt en endað í ríflega sjö prósentum. Sama megi segja um Þjóðvaka, framboð Jóhönnu Sigurðardóttur, árið 1995. „Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tuttugu prósent og endað við tíu prósent," segir Ólafur. Hann bendir á að aldrei hafi nýr flokkur fengið meira en ríflega 10% í alþingiskosningum að undanskilinni Samfylkingunni. Samfylkingin hafi hins vegar verið byggð á grunni gamalla flokka. Ólafur segir að bæði séu til dæmi um flokka sem hafi byrjað mjög vel í skoðanakönnunum en svo lækkað í aðdraganda kosninga. Einnig séu dæmi um flokka sem hafi byrjað illa en hækkað þegar á leið. VG sé dæmi um slíkan flokk. Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. „Þetta er afar góð byrjun hjá Samstöðu en hins vegar er í þessu mikil óvissa," segir Ólafur. Hann segir að miðað við stöðuna núna virðist vera frjór jarðvegur fyrir ný framboð en hvort það skili sér í kjörkössunum þegar þar að kemur sé alveg opin spurning. Ólafur bendir á að samkvæmt könnuninni í Fréttablaðinu séu ný framboð að mælast með 31% samtals. Minnsta fylgi fjórflokkanna hafi verið 1987 þegar þeir fengu 75% en þá hafi bæði Kvennalistinn og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar verið með um 10% fylgi. „Ef þeir fengu ekki nema 70% væri það nýtt met," segir Ólafur. Ólafur segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að byrjun Samstöðu sé óvenjulega glæsileg, en slík byrjun sé þó ekki óþekkt. „Við sáum svipaða hluti þegar Albert kom með Borgaraflokkinn. Þá var hann með tölur í kringum 20% en endaði í um 11%," segir Ólafur. Bandalag jafnaðarmanna, með Vilmund Gylfason í forystu, hafi líka byrjað mjög hátt en endað í ríflega sjö prósentum. Sama megi segja um Þjóðvaka, framboð Jóhönnu Sigurðardóttur, árið 1995. „Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tuttugu prósent og endað við tíu prósent," segir Ólafur. Hann bendir á að aldrei hafi nýr flokkur fengið meira en ríflega 10% í alþingiskosningum að undanskilinni Samfylkingunni. Samfylkingin hafi hins vegar verið byggð á grunni gamalla flokka. Ólafur segir að bæði séu til dæmi um flokka sem hafi byrjað mjög vel í skoðanakönnunum en svo lækkað í aðdraganda kosninga. Einnig séu dæmi um flokka sem hafi byrjað illa en hækkað þegar á leið. VG sé dæmi um slíkan flokk.
Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30
Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29