Nýr flokkur aldrei fengið meira en 10% Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2012 16:59 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðurnar sýna óánægju með fjórflokkana. „Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. „Þetta er afar góð byrjun hjá Samstöðu en hins vegar er í þessu mikil óvissa," segir Ólafur. Hann segir að miðað við stöðuna núna virðist vera frjór jarðvegur fyrir ný framboð en hvort það skili sér í kjörkössunum þegar þar að kemur sé alveg opin spurning. Ólafur bendir á að samkvæmt könnuninni í Fréttablaðinu séu ný framboð að mælast með 31% samtals. Minnsta fylgi fjórflokkanna hafi verið 1987 þegar þeir fengu 75% en þá hafi bæði Kvennalistinn og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar verið með um 10% fylgi. „Ef þeir fengu ekki nema 70% væri það nýtt met," segir Ólafur. Ólafur segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að byrjun Samstöðu sé óvenjulega glæsileg, en slík byrjun sé þó ekki óþekkt. „Við sáum svipaða hluti þegar Albert kom með Borgaraflokkinn. Þá var hann með tölur í kringum 20% en endaði í um 11%," segir Ólafur. Bandalag jafnaðarmanna, með Vilmund Gylfason í forystu, hafi líka byrjað mjög hátt en endað í ríflega sjö prósentum. Sama megi segja um Þjóðvaka, framboð Jóhönnu Sigurðardóttur, árið 1995. „Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tuttugu prósent og endað við tíu prósent," segir Ólafur. Hann bendir á að aldrei hafi nýr flokkur fengið meira en ríflega 10% í alþingiskosningum að undanskilinni Samfylkingunni. Samfylkingin hafi hins vegar verið byggð á grunni gamalla flokka. Ólafur segir að bæði séu til dæmi um flokka sem hafi byrjað mjög vel í skoðanakönnunum en svo lækkað í aðdraganda kosninga. Einnig séu dæmi um flokka sem hafi byrjað illa en hækkað þegar á leið. VG sé dæmi um slíkan flokk. Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. „Þetta er afar góð byrjun hjá Samstöðu en hins vegar er í þessu mikil óvissa," segir Ólafur. Hann segir að miðað við stöðuna núna virðist vera frjór jarðvegur fyrir ný framboð en hvort það skili sér í kjörkössunum þegar þar að kemur sé alveg opin spurning. Ólafur bendir á að samkvæmt könnuninni í Fréttablaðinu séu ný framboð að mælast með 31% samtals. Minnsta fylgi fjórflokkanna hafi verið 1987 þegar þeir fengu 75% en þá hafi bæði Kvennalistinn og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar verið með um 10% fylgi. „Ef þeir fengu ekki nema 70% væri það nýtt met," segir Ólafur. Ólafur segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að byrjun Samstöðu sé óvenjulega glæsileg, en slík byrjun sé þó ekki óþekkt. „Við sáum svipaða hluti þegar Albert kom með Borgaraflokkinn. Þá var hann með tölur í kringum 20% en endaði í um 11%," segir Ólafur. Bandalag jafnaðarmanna, með Vilmund Gylfason í forystu, hafi líka byrjað mjög hátt en endað í ríflega sjö prósentum. Sama megi segja um Þjóðvaka, framboð Jóhönnu Sigurðardóttur, árið 1995. „Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tuttugu prósent og endað við tíu prósent," segir Ólafur. Hann bendir á að aldrei hafi nýr flokkur fengið meira en ríflega 10% í alþingiskosningum að undanskilinni Samfylkingunni. Samfylkingin hafi hins vegar verið byggð á grunni gamalla flokka. Ólafur segir að bæði séu til dæmi um flokka sem hafi byrjað mjög vel í skoðanakönnunum en svo lækkað í aðdraganda kosninga. Einnig séu dæmi um flokka sem hafi byrjað illa en hækkað þegar á leið. VG sé dæmi um slíkan flokk.
Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30
Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29