Nýr flokkur aldrei fengið meira en 10% Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2012 16:59 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðurnar sýna óánægju með fjórflokkana. „Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. „Þetta er afar góð byrjun hjá Samstöðu en hins vegar er í þessu mikil óvissa," segir Ólafur. Hann segir að miðað við stöðuna núna virðist vera frjór jarðvegur fyrir ný framboð en hvort það skili sér í kjörkössunum þegar þar að kemur sé alveg opin spurning. Ólafur bendir á að samkvæmt könnuninni í Fréttablaðinu séu ný framboð að mælast með 31% samtals. Minnsta fylgi fjórflokkanna hafi verið 1987 þegar þeir fengu 75% en þá hafi bæði Kvennalistinn og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar verið með um 10% fylgi. „Ef þeir fengu ekki nema 70% væri það nýtt met," segir Ólafur. Ólafur segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að byrjun Samstöðu sé óvenjulega glæsileg, en slík byrjun sé þó ekki óþekkt. „Við sáum svipaða hluti þegar Albert kom með Borgaraflokkinn. Þá var hann með tölur í kringum 20% en endaði í um 11%," segir Ólafur. Bandalag jafnaðarmanna, með Vilmund Gylfason í forystu, hafi líka byrjað mjög hátt en endað í ríflega sjö prósentum. Sama megi segja um Þjóðvaka, framboð Jóhönnu Sigurðardóttur, árið 1995. „Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tuttugu prósent og endað við tíu prósent," segir Ólafur. Hann bendir á að aldrei hafi nýr flokkur fengið meira en ríflega 10% í alþingiskosningum að undanskilinni Samfylkingunni. Samfylkingin hafi hins vegar verið byggð á grunni gamalla flokka. Ólafur segir að bæði séu til dæmi um flokka sem hafi byrjað mjög vel í skoðanakönnunum en svo lækkað í aðdraganda kosninga. Einnig séu dæmi um flokka sem hafi byrjað illa en hækkað þegar á leið. VG sé dæmi um slíkan flokk. Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
„Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. „Þetta er afar góð byrjun hjá Samstöðu en hins vegar er í þessu mikil óvissa," segir Ólafur. Hann segir að miðað við stöðuna núna virðist vera frjór jarðvegur fyrir ný framboð en hvort það skili sér í kjörkössunum þegar þar að kemur sé alveg opin spurning. Ólafur bendir á að samkvæmt könnuninni í Fréttablaðinu séu ný framboð að mælast með 31% samtals. Minnsta fylgi fjórflokkanna hafi verið 1987 þegar þeir fengu 75% en þá hafi bæði Kvennalistinn og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar verið með um 10% fylgi. „Ef þeir fengu ekki nema 70% væri það nýtt met," segir Ólafur. Ólafur segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að byrjun Samstöðu sé óvenjulega glæsileg, en slík byrjun sé þó ekki óþekkt. „Við sáum svipaða hluti þegar Albert kom með Borgaraflokkinn. Þá var hann með tölur í kringum 20% en endaði í um 11%," segir Ólafur. Bandalag jafnaðarmanna, með Vilmund Gylfason í forystu, hafi líka byrjað mjög hátt en endað í ríflega sjö prósentum. Sama megi segja um Þjóðvaka, framboð Jóhönnu Sigurðardóttur, árið 1995. „Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tuttugu prósent og endað við tíu prósent," segir Ólafur. Hann bendir á að aldrei hafi nýr flokkur fengið meira en ríflega 10% í alþingiskosningum að undanskilinni Samfylkingunni. Samfylkingin hafi hins vegar verið byggð á grunni gamalla flokka. Ólafur segir að bæði séu til dæmi um flokka sem hafi byrjað mjög vel í skoðanakönnunum en svo lækkað í aðdraganda kosninga. Einnig séu dæmi um flokka sem hafi byrjað illa en hækkað þegar á leið. VG sé dæmi um slíkan flokk.
Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30
Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10. febrúar 2012 10:29