Lýtalæknar hafa neitað landlækni um upplýsingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. janúar 2012 18:45 Geir Gunnlaugsson, landlæknir Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira