Fótbolti

Anfield verður stækkaður | Ekki byggt á Stanley Park

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, stendur til að stækka heimavöll Liverpool þannig að hann muni rúma 60 þúsund áhorfendur.

Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn Liverpool því hætta við áform um að byggja nýjan heimavöll á Stanley Park eins og fyrri eigendur stefndu að á sínum tíma.

Stækkunin er sögð kosta um 150 milljónir punda en samhliða henni mun vera ætlunin að reisa hótel við heimavöll sinn, Anfield. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2014.

Liverpool tekur í dag rúmlega 45 þúsund áhorfendur í sæti en John Henry, eigandi Liverpool, er sagður hafa kosið frekar að vera áfram á hinum sögufræga Anfield en að færa félagið um set.

Henry er einnig eigandi hafnaboltaliðsins Boston Red Sox sem spilar á einum frægasta íþróttaleikvangi Bandaríkjanna, Fenway Park. Hann ákvað einnig á sínum tíma að stækka þann leikvang fremur en að byggja nýjan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×