Fótbolti

Solskjær tekur ekki við Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær ætlar að klára tímabilið með Molde í norsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að félög í Englandi hafi áhuga á kappanum.

Tímabilinu í Noregi lýkur í næsta mánuði en Solskjær gerði liðið að meisturum í fyrra. Hann hefur reglulega verið orðaður við félög í Englandi, þá helst Blackburn, Bolton og Aston Villa.

„Sögusagnir verða alltaf á kreiki þegar að ensku liðin byrja að leita sér að nýjum stjóra," sagði Solskjær við norska fjölmiðla.

„Líklega hafa 20 nöfn verið nefnd í tengslum við starfið hjá Bolton og var mitt eitt þeirra. En þetta starf hentar mér ekki eins og er," sagði hann.

„Ég get lofað því að ég verði hér til loka tímabilsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×