Tveir erlendir ferðamenn misstu framenda á jeppa, sem þeir voru á, ofan í litla snjósprungu við Hrafntinnusker í kvöld. Björgunarsveitarmenn frá Hellu eru nú á leið til þeirra og aðstoða þá. Ekkert amar að mönnunum en þeir náðu sambandi við Neyðarlínu og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveitar. Ef allt gengur að óskum má reikna með að hópurinn verði komin aftur til byggða undir morgun, milli fjögur og fimm.
Misstu bílinn ofan í sprungu
