Enski boltinn

Rooney: Ekkert verra en að fá hárblásarann frá Ferguson

Það hefur lengi verið talað um að leikmenn Man. Utd geti lent í "hárblásaranum" hjá stjóranum, Sir Alex Ferguson, er þeir standa sig ekki. Wayne Rooney segir að það sé hræðilegt að lenda í honum en segist þó stundum svara fyrir sig.

"Það er ekkert verra en að fá hárblásarann frá kallinum. Þegar það gerist þá stendur kallinn í miðju herberginu og missir það síðan. Hann fer fyrir framan andlitið á mér og öskrar," segir Rooney í ævisögusinni sem er væntanleg.

"Þá líður mér eins og ég sé fyrir framan BaByliss Turbo Power 2200 blásarann. Ég á erfitt með að taka því að fólk öskri á mig. Þá svara ég stundum fyrir mig."

Rooney segir að sumir leikmenn verði niðurbrotnir eftir að hafa lent í hárblásara Ferguson og séu lengi að jafna sig.

"Þetta hvetur suma áfram en brýtur aðra niður. Sumir hafa farið aftur út á völlinn niðurbrotnir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×