Nordsjælland nýtti sér örugglega góð ráð frá Ólafi Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, þegar danska liðið var aðeins níu mínútum frá því að vinna ítölsku meistarana í Juventus í Meistaradeildinni í kvöld. Juve tryggði sér jafntefli í lokin. Roberto Soldado skoraði þrennu þegar Valencia stoppaði BATE-menn.
Ólafur Kristjánsson leikgreindi ítölsku meistarana fyrir Danina í Nordsjælland og tók þátt í undirbúningi liðsins með góðum árangri. Nordsjælland var búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni en fagnaði þarna sínu fyrsta stigi í Meistaradeildinni.
Það var Mikkel Beckmann sem skoraði mark Dananna beint úr aukspyrnu og liðinu þá í 1-0 á 50. mínútu. Mirko Vučinić jafnaði níu mínútum fyrir leikslok. Juve hefur nú gert jafntefli í þremur fyrstu Meistaradeildarleikjunum sínum en liðið er búið að ná í 22 af 24 stigum í boði í ítölsku deildinni.
Það er mikil spenna í F-riðli eftir úrslit kvölsins því á sama tíma og Bayern München vann útisigur á Lille þá stoppaði spænska liðið Valencia sigurgöngu BATE Borisov með því að vinna 2-0 sigur í Hvíta-Rússlandi. BATE Borisov, Bayern München og hafa öll sex stig þegar riðilinn er hálfnaður.
Roberto Soldado var hetja Valenica-liðsins í kvöld því hann skoraði öll mörk spænska liðsins en fyrsta markið hans kom úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiksins.
Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill
Shakhtar Donetsk - Chelsea 2-1
1-0 Alex Teixeira (3.), 2-0 Fernandinho (52.), 2-1 Oscar (88.)
FC Nordsjælland - Juventus 1-1
1-0 Mikkel Beckmann (50.), 1-1 Mirko Vučinić (81.)
F-riðill
BATE Borisov - Valencia 0-3
0-1 Roberto Soldado (45.), 0-2 Roberto Soldado (55.), 0-3 Roberto Soldado (69.)
Lille - Bayern München 0-1
0-1 Thomas Müller (20.)
G-riðill
Barcelona - Celtic 2-1
0-1 Sjálfsmark Javier Mascherano (18.), 1-1 Andrés Iniesta (45.), 2-1 Jordi Alba (90.+4)
Spartak Moskva - Benfica 2-1
1-0 Rafael Carioca (3.), 1-1 Lima (33.), 2-1 Sjálfsmark Jardel (43.)
H-riðill
Manchester United - Braga 3-2
0-1 Alan (2.), 0-2 Alan (20.), 1-2 Javier Hernández (25.), 2-2 Jonny Evans (62.), 3-2 Javier Hernández (75).
Galatasaray - CFR Cluj 1-1
0-1 Sjálfsmark Dany Nounkeu (19.), 1-1 Burak Yilmaz (77.)
Nordsjælland náði í stig gegn Juve - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika
Íslenski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal
Íslenski boltinn