Enski boltinn

Benitez hissa á því að heyra ekkert frá Anfield

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez viðurkennir að hafa beðið við símann í sumar eftir að ljóst varð að Kenny Dalglish yrði ekki áfam með Liverpool. Benitez átti von á símtali frá Anfield.

Benitez lýsti yfir áhuga á gamla starfinu sínu þegar Dalglish yfirgaf félagið í maí. Hann fékk þó ekkert símtal.

"Það var furðulegt að félagið skildi ekki hafa samband við mig. Ég þekki allt hjá félaginu og stuðningsmennirnir voru jákvæðir fyrir því að fá mig aftur," sagði hinn atvinnulausi Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×