Fótbolti

Hodgson kallar Sterling inn í landsliðið

Sterling er hér í leik gegn Arsenal.
Sterling er hér í leik gegn Arsenal.
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hóaði í dag á þá Raheem Sterling, Adam Lallana og Jake Livermore í enska landsliðið.

Theo Walcott mun ekki geta spilað leikinn gegn Úkraínu á morgun og óvissa er einnig með Daniel Sturridge. Báðir eru þeir veikir.

Fyrir lá að þeir John Terry og Ashley Cole myndu missa af leiknum vegna meiðsla.

Sterling er aðeins 17 ára og leikur með Liverpool. Lallana kemur frá Southampton og Livermore er á mála hjá Spurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×