Fótbolti

Knattspyrnudómari hótaði að skjóta Hannes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þ. Sigurðsson.
Hannes Þ. Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hannes Þ. Sigurðsson er á sínu fyrsta tímabili með FC Atyrau í Kasakstan og það er ljóst á færslu hans inn á twitter að hann er staddur í allt öðrum menningarheimi en fótboltamenn eiga að venjast í Vestur Evrópu. Vefsíðan fótbolti.net segir frá ævintýri Hannesar inn á síðu sinni í kvöld.

Hannes var að spila æfingaleik með FC Atyrau og lét dómara leiksins heyra það. Dómarinn tók ekki vel í það og hótaði að skjóta Hannes ef hann myndi ekki fara að haga sér inn á vellinum.

„Æfingaleikur um helgina þar sem dómarinn hótaði að skjóta mig eftir leikinn ef ég færi ekki að halda kafti, ég trúði honum. #héltkjafti #Kaz," skrifaði Hannes á Twitter síðu sína í dag.

Hannes kom inn á sem varamaður í síðasta leik FC Atyrau þar sem liðið vann 1-0 sigur á Sunkar en sigurmarkið kom 19 mínútum eftir að hannes kom inn á völlinn. Atyrau er í níunda sæti af 14 liðum í Kasakstan þegar 21 umferð er búin en fimm umferðir eru ennþá eftir og það eru þrjú stig upp í næsta lið í töflunni.

Hannes hefur skorað 2 mörk í 10 leikjum með FC Atyrau í deildinni á þessu tímabili en Hannes skoraði síðast þegar hann tryggði liði sínu 1-1 jafntefli á móti Kairat í júlíbyrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×