Eitt atvik kostaði okkur titilinn Kolbeinn Tumi Daðason. skrifar 5. nóvember 2012 08:00 Þóra Björg Helgadóttir. Mynd/Stefán Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira