Fótbolti

Agüero og dóttir Maradona að skilja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maradona með dætrum sínum. Dalma er til vinstri og Giannina til hægri.
Maradona með dætrum sínum. Dalma er til vinstri og Giannina til hægri. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt fjölmiðlum í Argentínu er hjónaband þeirra Sergio Agüero og Giannina Maradona senn á enda.

Giannina er dóttir Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns allra tíma en Agüero er í dag á mála hjá Manchester City, sem kunnugt er.

Þau Agüero og Giannina hafa verið saman síðan 2008 og hefur Agüero ávallt fengið fullan stuðning tengdaföður síns sem var um tíma þjálfari argentínska landsliðsins.

Þau eiga saman eitt barn, hinn þriggja ára gamla Benjamin Agüero Maradona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×