Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu! Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2012 20:13 Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kveðst hann gera sér grein fyrir því að málið sé eldfimt. Í sínum huga sé Nubo hins vegar bara tækifæri. Hann telur ekkert óeðlilegt við áhuga Kínverjans á að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum. Fyrir Kínverja sem búi í tugmilljóna borgum sé þetta svæði spennandi. Millistéttin í Kína, sem telji brátt eitthundrað milljónir manna, sé að fara að ferðast um heiminn og stór hluti muni vilja til Evrópu. Ívar segir grátlegt hvernig mál Nubos er að þróast. Í stað þess að horfa á þetta sem vandamál, og vera jafnvel með hræðslu eða fordóma í garð útlendinga, eigi stjórnvöld að ganga í verkið, skilgreina hvað þau telji ásættanlegt, en allt eigi að gera til að fá svona fjárfestingu inn í landið, segir Ívar. Hann telur að það yrði mikil synd ef menn köstuðu þessu tækifæri frá sér. Tugmilljarða fjárfesting Nubos yrði innspýting fyrir allt Norðausturland, frá Akureyri til Austfjarða. „Menn finna bara lausnir á því, gera samning, og skrifa undir hann. Þá er þetta ekkert mál. Það myndi skipta þetta svæði hér, og Ísland, hellings máli," segir atvinnumaðurinn fyrrverandi úr ensku knattspyrnunni. Tengdar fréttir Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kveðst hann gera sér grein fyrir því að málið sé eldfimt. Í sínum huga sé Nubo hins vegar bara tækifæri. Hann telur ekkert óeðlilegt við áhuga Kínverjans á að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum. Fyrir Kínverja sem búi í tugmilljóna borgum sé þetta svæði spennandi. Millistéttin í Kína, sem telji brátt eitthundrað milljónir manna, sé að fara að ferðast um heiminn og stór hluti muni vilja til Evrópu. Ívar segir grátlegt hvernig mál Nubos er að þróast. Í stað þess að horfa á þetta sem vandamál, og vera jafnvel með hræðslu eða fordóma í garð útlendinga, eigi stjórnvöld að ganga í verkið, skilgreina hvað þau telji ásættanlegt, en allt eigi að gera til að fá svona fjárfestingu inn í landið, segir Ívar. Hann telur að það yrði mikil synd ef menn köstuðu þessu tækifæri frá sér. Tugmilljarða fjárfesting Nubos yrði innspýting fyrir allt Norðausturland, frá Akureyri til Austfjarða. „Menn finna bara lausnir á því, gera samning, og skrifa undir hann. Þá er þetta ekkert mál. Það myndi skipta þetta svæði hér, og Ísland, hellings máli," segir atvinnumaðurinn fyrrverandi úr ensku knattspyrnunni.
Tengdar fréttir Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15
Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32