Van Persie: Fullkominn staður fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Mættur á Old Trafford Robin Van Persie fær hér góð ráð frá stjóranum Sir Alex Ferguson á sinn fyrstu æfingu með United-liðinu í gær. nordicphotos/getty Hollenski framherjinn Robin Van Persie skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester United í gær og hitti síðan blaðamenn eftir að hafa farið á fyrstu æfingu sína með nýju liðsfélögunum. Eflaust trúði margir ekki fyrst fréttunum af komu Van Persie á Old Trafford þegar þær láku fyrst út enda ekki á hverjum degi sem fyrirliði og markakóngur eins af stóru klúbbunum er seldur til erkifjendanna. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi allt sem í sínu valdi stóð til að halda Van Persie hjá Arsenal en Hollendingurinn var búinn að ákveða sig að fara og vildi umfram allt komast til Sir Alex Ferguson. Samningarviðræður Manchester Unired og Arsenal tóku langan tíma en Wenger gat ekki annað á endanum en samþykkt gott tilboð United í Van Persie. Wenger vildi selja hann til PSGFrá því að Wenger tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal árið 1996 hefur hann aldrei selt leikmann til Manchester United. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá reyndum að komast hjá því að þetta myndi gerast. Ef ég hefði mátt ráða þá hefðum við selt hann til félags utan Englands, til dæmis til PSG," sagði Arsene Wenger í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 en franski stjórinn sér bjartar hlið á brotthvarfi Robin van Persie. „Hann skilur eftir sig skarð sem aðrir fá nú tækifæri til þess að fylla," sagði Wenger. Robin Van Persie var með 30 mörk og 14 stoðsendingar í 38 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð og skoraði þremur mörkum meira en næstmarkahæsti maðurinn sem varð nýi liðsfélagi hans Wayne Rooney. Það er því örugglega ekki fyrir viðkvæma stuðningsmenn Arsenal að sjá Van Persie hlaupa um í búningi Manchester United. „Við héldum að við gætum aldrei fengið Van Persie og það var engin möguleiki að sjá þetta gerast fyrir sex mánuðum síðan," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. „Ég hélt að Arsenal ætlaði ekki að sleppa honum en við stukkum á þetta um leið og við fréttum að hann ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning. Þetta hefur tekið sinn tíma," sagði Ferguson. Engin leiðindi í gangi„Arsene (Wenger) vissi að strákurinn vildi fara og hann vissi líka að hann vildi koma til okkar. Það gerði þetta aðeins auðveldara en þó ekki í að ákveða kaupverðið. Wenger gæti rekið pókerskóla í Govan. Hann fékk fínt verð fyrir leikmanninn en við erum líka ánægðir að hafa náð að klára þetta mál. Arsene hefur staðið sig vel í þessu máli frá fyrstu viðræðum," sagði Ferguson. Robin Van Persie var sjálfur í skýjunum þegar hann hitti blaðamenn. „Það eru engin leiðindi í gangi, hvorki hjá mér eða hjá Arsenal. Arsenal er hluti af mínu lífi og félagið hefur reynst mér vel. Við vorum ekki sammála um framtíðina og svona er bara lífið," sagði Robin Van Persie á blaðamannafundinum. Hlustaði á litla strákinn inn í sér„Þegar ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir í mínu lífi þá hlusta ég á litla strákinn inn í mér. Þessi litli strákur öskraði Manchester United. Hjá Manchester United snýst allt um fótboltann og þetta er fullkominn staður fyrir mig," sagði Van Persie. „Það er mikil áskorun fyrir mig að spila með þessum leikmönnum. Það eru allir tilbúnir að hjálpa mér og þetta er eins og koma í inn í stóra fjölskyldu. Þetta er samt stærsta áskorunin á mínum fótboltaferli," sagði Van Persie sem myndar nú magnað framherjapar með Wayne Rooney. Saman skoruðu þeir 57 mörk og gáfu 21 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Hollenski framherjinn Robin Van Persie skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester United í gær og hitti síðan blaðamenn eftir að hafa farið á fyrstu æfingu sína með nýju liðsfélögunum. Eflaust trúði margir ekki fyrst fréttunum af komu Van Persie á Old Trafford þegar þær láku fyrst út enda ekki á hverjum degi sem fyrirliði og markakóngur eins af stóru klúbbunum er seldur til erkifjendanna. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi allt sem í sínu valdi stóð til að halda Van Persie hjá Arsenal en Hollendingurinn var búinn að ákveða sig að fara og vildi umfram allt komast til Sir Alex Ferguson. Samningarviðræður Manchester Unired og Arsenal tóku langan tíma en Wenger gat ekki annað á endanum en samþykkt gott tilboð United í Van Persie. Wenger vildi selja hann til PSGFrá því að Wenger tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal árið 1996 hefur hann aldrei selt leikmann til Manchester United. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá reyndum að komast hjá því að þetta myndi gerast. Ef ég hefði mátt ráða þá hefðum við selt hann til félags utan Englands, til dæmis til PSG," sagði Arsene Wenger í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 en franski stjórinn sér bjartar hlið á brotthvarfi Robin van Persie. „Hann skilur eftir sig skarð sem aðrir fá nú tækifæri til þess að fylla," sagði Wenger. Robin Van Persie var með 30 mörk og 14 stoðsendingar í 38 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð og skoraði þremur mörkum meira en næstmarkahæsti maðurinn sem varð nýi liðsfélagi hans Wayne Rooney. Það er því örugglega ekki fyrir viðkvæma stuðningsmenn Arsenal að sjá Van Persie hlaupa um í búningi Manchester United. „Við héldum að við gætum aldrei fengið Van Persie og það var engin möguleiki að sjá þetta gerast fyrir sex mánuðum síðan," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. „Ég hélt að Arsenal ætlaði ekki að sleppa honum en við stukkum á þetta um leið og við fréttum að hann ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning. Þetta hefur tekið sinn tíma," sagði Ferguson. Engin leiðindi í gangi„Arsene (Wenger) vissi að strákurinn vildi fara og hann vissi líka að hann vildi koma til okkar. Það gerði þetta aðeins auðveldara en þó ekki í að ákveða kaupverðið. Wenger gæti rekið pókerskóla í Govan. Hann fékk fínt verð fyrir leikmanninn en við erum líka ánægðir að hafa náð að klára þetta mál. Arsene hefur staðið sig vel í þessu máli frá fyrstu viðræðum," sagði Ferguson. Robin Van Persie var sjálfur í skýjunum þegar hann hitti blaðamenn. „Það eru engin leiðindi í gangi, hvorki hjá mér eða hjá Arsenal. Arsenal er hluti af mínu lífi og félagið hefur reynst mér vel. Við vorum ekki sammála um framtíðina og svona er bara lífið," sagði Robin Van Persie á blaðamannafundinum. Hlustaði á litla strákinn inn í sér„Þegar ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir í mínu lífi þá hlusta ég á litla strákinn inn í mér. Þessi litli strákur öskraði Manchester United. Hjá Manchester United snýst allt um fótboltann og þetta er fullkominn staður fyrir mig," sagði Van Persie. „Það er mikil áskorun fyrir mig að spila með þessum leikmönnum. Það eru allir tilbúnir að hjálpa mér og þetta er eins og koma í inn í stóra fjölskyldu. Þetta er samt stærsta áskorunin á mínum fótboltaferli," sagði Van Persie sem myndar nú magnað framherjapar með Wayne Rooney. Saman skoruðu þeir 57 mörk og gáfu 21 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira