Van Persie: Fullkominn staður fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Mættur á Old Trafford Robin Van Persie fær hér góð ráð frá stjóranum Sir Alex Ferguson á sinn fyrstu æfingu með United-liðinu í gær. nordicphotos/getty Hollenski framherjinn Robin Van Persie skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester United í gær og hitti síðan blaðamenn eftir að hafa farið á fyrstu æfingu sína með nýju liðsfélögunum. Eflaust trúði margir ekki fyrst fréttunum af komu Van Persie á Old Trafford þegar þær láku fyrst út enda ekki á hverjum degi sem fyrirliði og markakóngur eins af stóru klúbbunum er seldur til erkifjendanna. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi allt sem í sínu valdi stóð til að halda Van Persie hjá Arsenal en Hollendingurinn var búinn að ákveða sig að fara og vildi umfram allt komast til Sir Alex Ferguson. Samningarviðræður Manchester Unired og Arsenal tóku langan tíma en Wenger gat ekki annað á endanum en samþykkt gott tilboð United í Van Persie. Wenger vildi selja hann til PSGFrá því að Wenger tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal árið 1996 hefur hann aldrei selt leikmann til Manchester United. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá reyndum að komast hjá því að þetta myndi gerast. Ef ég hefði mátt ráða þá hefðum við selt hann til félags utan Englands, til dæmis til PSG," sagði Arsene Wenger í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 en franski stjórinn sér bjartar hlið á brotthvarfi Robin van Persie. „Hann skilur eftir sig skarð sem aðrir fá nú tækifæri til þess að fylla," sagði Wenger. Robin Van Persie var með 30 mörk og 14 stoðsendingar í 38 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð og skoraði þremur mörkum meira en næstmarkahæsti maðurinn sem varð nýi liðsfélagi hans Wayne Rooney. Það er því örugglega ekki fyrir viðkvæma stuðningsmenn Arsenal að sjá Van Persie hlaupa um í búningi Manchester United. „Við héldum að við gætum aldrei fengið Van Persie og það var engin möguleiki að sjá þetta gerast fyrir sex mánuðum síðan," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. „Ég hélt að Arsenal ætlaði ekki að sleppa honum en við stukkum á þetta um leið og við fréttum að hann ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning. Þetta hefur tekið sinn tíma," sagði Ferguson. Engin leiðindi í gangi„Arsene (Wenger) vissi að strákurinn vildi fara og hann vissi líka að hann vildi koma til okkar. Það gerði þetta aðeins auðveldara en þó ekki í að ákveða kaupverðið. Wenger gæti rekið pókerskóla í Govan. Hann fékk fínt verð fyrir leikmanninn en við erum líka ánægðir að hafa náð að klára þetta mál. Arsene hefur staðið sig vel í þessu máli frá fyrstu viðræðum," sagði Ferguson. Robin Van Persie var sjálfur í skýjunum þegar hann hitti blaðamenn. „Það eru engin leiðindi í gangi, hvorki hjá mér eða hjá Arsenal. Arsenal er hluti af mínu lífi og félagið hefur reynst mér vel. Við vorum ekki sammála um framtíðina og svona er bara lífið," sagði Robin Van Persie á blaðamannafundinum. Hlustaði á litla strákinn inn í sér„Þegar ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir í mínu lífi þá hlusta ég á litla strákinn inn í mér. Þessi litli strákur öskraði Manchester United. Hjá Manchester United snýst allt um fótboltann og þetta er fullkominn staður fyrir mig," sagði Van Persie. „Það er mikil áskorun fyrir mig að spila með þessum leikmönnum. Það eru allir tilbúnir að hjálpa mér og þetta er eins og koma í inn í stóra fjölskyldu. Þetta er samt stærsta áskorunin á mínum fótboltaferli," sagði Van Persie sem myndar nú magnað framherjapar með Wayne Rooney. Saman skoruðu þeir 57 mörk og gáfu 21 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Hollenski framherjinn Robin Van Persie skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester United í gær og hitti síðan blaðamenn eftir að hafa farið á fyrstu æfingu sína með nýju liðsfélögunum. Eflaust trúði margir ekki fyrst fréttunum af komu Van Persie á Old Trafford þegar þær láku fyrst út enda ekki á hverjum degi sem fyrirliði og markakóngur eins af stóru klúbbunum er seldur til erkifjendanna. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi allt sem í sínu valdi stóð til að halda Van Persie hjá Arsenal en Hollendingurinn var búinn að ákveða sig að fara og vildi umfram allt komast til Sir Alex Ferguson. Samningarviðræður Manchester Unired og Arsenal tóku langan tíma en Wenger gat ekki annað á endanum en samþykkt gott tilboð United í Van Persie. Wenger vildi selja hann til PSGFrá því að Wenger tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal árið 1996 hefur hann aldrei selt leikmann til Manchester United. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá reyndum að komast hjá því að þetta myndi gerast. Ef ég hefði mátt ráða þá hefðum við selt hann til félags utan Englands, til dæmis til PSG," sagði Arsene Wenger í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 en franski stjórinn sér bjartar hlið á brotthvarfi Robin van Persie. „Hann skilur eftir sig skarð sem aðrir fá nú tækifæri til þess að fylla," sagði Wenger. Robin Van Persie var með 30 mörk og 14 stoðsendingar í 38 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð og skoraði þremur mörkum meira en næstmarkahæsti maðurinn sem varð nýi liðsfélagi hans Wayne Rooney. Það er því örugglega ekki fyrir viðkvæma stuðningsmenn Arsenal að sjá Van Persie hlaupa um í búningi Manchester United. „Við héldum að við gætum aldrei fengið Van Persie og það var engin möguleiki að sjá þetta gerast fyrir sex mánuðum síðan," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. „Ég hélt að Arsenal ætlaði ekki að sleppa honum en við stukkum á þetta um leið og við fréttum að hann ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning. Þetta hefur tekið sinn tíma," sagði Ferguson. Engin leiðindi í gangi„Arsene (Wenger) vissi að strákurinn vildi fara og hann vissi líka að hann vildi koma til okkar. Það gerði þetta aðeins auðveldara en þó ekki í að ákveða kaupverðið. Wenger gæti rekið pókerskóla í Govan. Hann fékk fínt verð fyrir leikmanninn en við erum líka ánægðir að hafa náð að klára þetta mál. Arsene hefur staðið sig vel í þessu máli frá fyrstu viðræðum," sagði Ferguson. Robin Van Persie var sjálfur í skýjunum þegar hann hitti blaðamenn. „Það eru engin leiðindi í gangi, hvorki hjá mér eða hjá Arsenal. Arsenal er hluti af mínu lífi og félagið hefur reynst mér vel. Við vorum ekki sammála um framtíðina og svona er bara lífið," sagði Robin Van Persie á blaðamannafundinum. Hlustaði á litla strákinn inn í sér„Þegar ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir í mínu lífi þá hlusta ég á litla strákinn inn í mér. Þessi litli strákur öskraði Manchester United. Hjá Manchester United snýst allt um fótboltann og þetta er fullkominn staður fyrir mig," sagði Van Persie. „Það er mikil áskorun fyrir mig að spila með þessum leikmönnum. Það eru allir tilbúnir að hjálpa mér og þetta er eins og koma í inn í stóra fjölskyldu. Þetta er samt stærsta áskorunin á mínum fótboltaferli," sagði Van Persie sem myndar nú magnað framherjapar með Wayne Rooney. Saman skoruðu þeir 57 mörk og gáfu 21 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira