Van Persie: Fullkominn staður fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Mættur á Old Trafford Robin Van Persie fær hér góð ráð frá stjóranum Sir Alex Ferguson á sinn fyrstu æfingu með United-liðinu í gær. nordicphotos/getty Hollenski framherjinn Robin Van Persie skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester United í gær og hitti síðan blaðamenn eftir að hafa farið á fyrstu æfingu sína með nýju liðsfélögunum. Eflaust trúði margir ekki fyrst fréttunum af komu Van Persie á Old Trafford þegar þær láku fyrst út enda ekki á hverjum degi sem fyrirliði og markakóngur eins af stóru klúbbunum er seldur til erkifjendanna. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi allt sem í sínu valdi stóð til að halda Van Persie hjá Arsenal en Hollendingurinn var búinn að ákveða sig að fara og vildi umfram allt komast til Sir Alex Ferguson. Samningarviðræður Manchester Unired og Arsenal tóku langan tíma en Wenger gat ekki annað á endanum en samþykkt gott tilboð United í Van Persie. Wenger vildi selja hann til PSGFrá því að Wenger tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal árið 1996 hefur hann aldrei selt leikmann til Manchester United. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá reyndum að komast hjá því að þetta myndi gerast. Ef ég hefði mátt ráða þá hefðum við selt hann til félags utan Englands, til dæmis til PSG," sagði Arsene Wenger í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 en franski stjórinn sér bjartar hlið á brotthvarfi Robin van Persie. „Hann skilur eftir sig skarð sem aðrir fá nú tækifæri til þess að fylla," sagði Wenger. Robin Van Persie var með 30 mörk og 14 stoðsendingar í 38 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð og skoraði þremur mörkum meira en næstmarkahæsti maðurinn sem varð nýi liðsfélagi hans Wayne Rooney. Það er því örugglega ekki fyrir viðkvæma stuðningsmenn Arsenal að sjá Van Persie hlaupa um í búningi Manchester United. „Við héldum að við gætum aldrei fengið Van Persie og það var engin möguleiki að sjá þetta gerast fyrir sex mánuðum síðan," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. „Ég hélt að Arsenal ætlaði ekki að sleppa honum en við stukkum á þetta um leið og við fréttum að hann ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning. Þetta hefur tekið sinn tíma," sagði Ferguson. Engin leiðindi í gangi„Arsene (Wenger) vissi að strákurinn vildi fara og hann vissi líka að hann vildi koma til okkar. Það gerði þetta aðeins auðveldara en þó ekki í að ákveða kaupverðið. Wenger gæti rekið pókerskóla í Govan. Hann fékk fínt verð fyrir leikmanninn en við erum líka ánægðir að hafa náð að klára þetta mál. Arsene hefur staðið sig vel í þessu máli frá fyrstu viðræðum," sagði Ferguson. Robin Van Persie var sjálfur í skýjunum þegar hann hitti blaðamenn. „Það eru engin leiðindi í gangi, hvorki hjá mér eða hjá Arsenal. Arsenal er hluti af mínu lífi og félagið hefur reynst mér vel. Við vorum ekki sammála um framtíðina og svona er bara lífið," sagði Robin Van Persie á blaðamannafundinum. Hlustaði á litla strákinn inn í sér„Þegar ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir í mínu lífi þá hlusta ég á litla strákinn inn í mér. Þessi litli strákur öskraði Manchester United. Hjá Manchester United snýst allt um fótboltann og þetta er fullkominn staður fyrir mig," sagði Van Persie. „Það er mikil áskorun fyrir mig að spila með þessum leikmönnum. Það eru allir tilbúnir að hjálpa mér og þetta er eins og koma í inn í stóra fjölskyldu. Þetta er samt stærsta áskorunin á mínum fótboltaferli," sagði Van Persie sem myndar nú magnað framherjapar með Wayne Rooney. Saman skoruðu þeir 57 mörk og gáfu 21 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Hollenski framherjinn Robin Van Persie skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester United í gær og hitti síðan blaðamenn eftir að hafa farið á fyrstu æfingu sína með nýju liðsfélögunum. Eflaust trúði margir ekki fyrst fréttunum af komu Van Persie á Old Trafford þegar þær láku fyrst út enda ekki á hverjum degi sem fyrirliði og markakóngur eins af stóru klúbbunum er seldur til erkifjendanna. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi allt sem í sínu valdi stóð til að halda Van Persie hjá Arsenal en Hollendingurinn var búinn að ákveða sig að fara og vildi umfram allt komast til Sir Alex Ferguson. Samningarviðræður Manchester Unired og Arsenal tóku langan tíma en Wenger gat ekki annað á endanum en samþykkt gott tilboð United í Van Persie. Wenger vildi selja hann til PSGFrá því að Wenger tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal árið 1996 hefur hann aldrei selt leikmann til Manchester United. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá reyndum að komast hjá því að þetta myndi gerast. Ef ég hefði mátt ráða þá hefðum við selt hann til félags utan Englands, til dæmis til PSG," sagði Arsene Wenger í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 en franski stjórinn sér bjartar hlið á brotthvarfi Robin van Persie. „Hann skilur eftir sig skarð sem aðrir fá nú tækifæri til þess að fylla," sagði Wenger. Robin Van Persie var með 30 mörk og 14 stoðsendingar í 38 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð og skoraði þremur mörkum meira en næstmarkahæsti maðurinn sem varð nýi liðsfélagi hans Wayne Rooney. Það er því örugglega ekki fyrir viðkvæma stuðningsmenn Arsenal að sjá Van Persie hlaupa um í búningi Manchester United. „Við héldum að við gætum aldrei fengið Van Persie og það var engin möguleiki að sjá þetta gerast fyrir sex mánuðum síðan," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. „Ég hélt að Arsenal ætlaði ekki að sleppa honum en við stukkum á þetta um leið og við fréttum að hann ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning. Þetta hefur tekið sinn tíma," sagði Ferguson. Engin leiðindi í gangi„Arsene (Wenger) vissi að strákurinn vildi fara og hann vissi líka að hann vildi koma til okkar. Það gerði þetta aðeins auðveldara en þó ekki í að ákveða kaupverðið. Wenger gæti rekið pókerskóla í Govan. Hann fékk fínt verð fyrir leikmanninn en við erum líka ánægðir að hafa náð að klára þetta mál. Arsene hefur staðið sig vel í þessu máli frá fyrstu viðræðum," sagði Ferguson. Robin Van Persie var sjálfur í skýjunum þegar hann hitti blaðamenn. „Það eru engin leiðindi í gangi, hvorki hjá mér eða hjá Arsenal. Arsenal er hluti af mínu lífi og félagið hefur reynst mér vel. Við vorum ekki sammála um framtíðina og svona er bara lífið," sagði Robin Van Persie á blaðamannafundinum. Hlustaði á litla strákinn inn í sér„Þegar ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir í mínu lífi þá hlusta ég á litla strákinn inn í mér. Þessi litli strákur öskraði Manchester United. Hjá Manchester United snýst allt um fótboltann og þetta er fullkominn staður fyrir mig," sagði Van Persie. „Það er mikil áskorun fyrir mig að spila með þessum leikmönnum. Það eru allir tilbúnir að hjálpa mér og þetta er eins og koma í inn í stóra fjölskyldu. Þetta er samt stærsta áskorunin á mínum fótboltaferli," sagði Van Persie sem myndar nú magnað framherjapar með Wayne Rooney. Saman skoruðu þeir 57 mörk og gáfu 21 stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira