Kristján Finnbogason er konungur vítakeppna á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2012 08:00 Kristján Finnbogason varði þrjú síðustu víti FH-inga. Mynd/Vilhelm Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Kristján sýnir snilli sína í vítakeppnum og það er orðið óhætt að kalla hann konung vítaspyrnukeppna á Íslandi. Kristján hefur nefnilega unnið allar fjórar vítakeppnir sínar í aðalkeppni bikarsins og þetta var í þriðja sinn sem hann ver tvö víti eða fleiri í vítakeppni. Kristján vann einnig vítakeppni í 8 liða úrslitum 2006, 16 liða úrslitum 2005 og í 8 liða úrslitum 1995 en í öll þau skipti var hann markvörður KR-liðsins. Kristján hefur gert gott betur en að stoppa vítaspyrnur andstæðinganna því hann hefur einnig skorað sjálfur í tveimur vítakeppnum. Kristján hefur samtals varið 8 af 19 vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í vítakeppnum í aðalkeppni bikarsins en það gerir magnaða 42 prósent markvörslu. Kristján komst í hóp með fjórum öðrum markvörðum sem hafa náð að verja þrjú víti í einni vítaspyrnukeppni en það eru þeir Gunnleifur Gunnleifsson (FH-Breiðablik 3-1, 2010), Amir Mehica (Haukar-Fram 4-3, 2007), Sandor Matus (KA-ÍBV 3-0, 2004) og Þorsteinn Bjarnason (Keflavík-Selfoss 2-1, 1990). Kristján setti einnig nýtt met með því að verða fyrsti markvörðurinn til að verja tvo víti eða fleiri í þremur vítakeppnum. Hann átti áður metið með þeim Bjarna Sigurðssyni (1984 og 1990) og Hauki Bragasyni (1994). KR-ingar hafa sem dæmi farið í eina vítakeppni eftir að Kristján missti sæti sitt í aðalliðinu og sú vítakeppni tapaðist 0-3 á móti Val árið 2007. Vítakeppnir Krisjáns Finnbogasonar í aðalkeppni bikarsins:2012 með Fylki á móti FH Varði 3 af 5 spyrnur, Fylkir vann 3-22006 með KR á móti ÍBV Varði 1 af 4 spyrnum, KR vann 4-22005 með KR á móti Víkingi Varði 2 af 7 spyrnum, KR vann 6-51995 með KR á móti Þór Ak. Varði 2 af 3 spyrnum, KR vann 3-1 Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira
Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Kristján sýnir snilli sína í vítakeppnum og það er orðið óhætt að kalla hann konung vítaspyrnukeppna á Íslandi. Kristján hefur nefnilega unnið allar fjórar vítakeppnir sínar í aðalkeppni bikarsins og þetta var í þriðja sinn sem hann ver tvö víti eða fleiri í vítakeppni. Kristján vann einnig vítakeppni í 8 liða úrslitum 2006, 16 liða úrslitum 2005 og í 8 liða úrslitum 1995 en í öll þau skipti var hann markvörður KR-liðsins. Kristján hefur gert gott betur en að stoppa vítaspyrnur andstæðinganna því hann hefur einnig skorað sjálfur í tveimur vítakeppnum. Kristján hefur samtals varið 8 af 19 vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í vítakeppnum í aðalkeppni bikarsins en það gerir magnaða 42 prósent markvörslu. Kristján komst í hóp með fjórum öðrum markvörðum sem hafa náð að verja þrjú víti í einni vítaspyrnukeppni en það eru þeir Gunnleifur Gunnleifsson (FH-Breiðablik 3-1, 2010), Amir Mehica (Haukar-Fram 4-3, 2007), Sandor Matus (KA-ÍBV 3-0, 2004) og Þorsteinn Bjarnason (Keflavík-Selfoss 2-1, 1990). Kristján setti einnig nýtt met með því að verða fyrsti markvörðurinn til að verja tvo víti eða fleiri í þremur vítakeppnum. Hann átti áður metið með þeim Bjarna Sigurðssyni (1984 og 1990) og Hauki Bragasyni (1994). KR-ingar hafa sem dæmi farið í eina vítakeppni eftir að Kristján missti sæti sitt í aðalliðinu og sú vítakeppni tapaðist 0-3 á móti Val árið 2007. Vítakeppnir Krisjáns Finnbogasonar í aðalkeppni bikarsins:2012 með Fylki á móti FH Varði 3 af 5 spyrnur, Fylkir vann 3-22006 með KR á móti ÍBV Varði 1 af 4 spyrnum, KR vann 4-22005 með KR á móti Víkingi Varði 2 af 7 spyrnum, KR vann 6-51995 með KR á móti Þór Ak. Varði 2 af 3 spyrnum, KR vann 3-1
Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira