Erlent

Írar vilja breyta löggjöf um fóstureyðingar

Mikill meirihluti Íra eða 85% vill breyta löggjöf landsins um fóstureyðingar þannig að þær séu leyfðar ef líf móðurinn er í hættu eða ef um nauðgun hafi verið að ræða.

Fjallað er um málið í Irish Times. Þar segir að þetta sé niðurstaða skoðanakönnunnar sem gerð var í framhaldi af því að beiðni konu um fóstureyðingu var hafnað en það leiddi til þess að konan lést skömmu síðar. Fjölskylda hennar telur að fóstureyðingin hefði bjargað lífi hennar.

Hæstaréttur Írlands úrskurðaði fyrir tveimur árum að leyfa ætti fóstureyðingu ef líf móðurinnar í hættu. Þeim dómi var ekki fylgt eftir með löggjöf vegna andstöðu kaþólsku kirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×