Alfreð tók markametið af Pétri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2012 06:00 Alfreð Finnbogason kann vel við bláu og hvítu litina í búningi Heerenveen. Nordicphotos/Getty Alfreð Finnbogason hefur átt magnað ár sem lauk með viðeigandi hætti þegar hann tryggði Heerenveen sigur í síðasta leik liðsins fyrir jólafrí. Alfreð var þarna að skora sitt fjórtánda mark í hollensku deildinni á tímabilinu en hafði áður rofið tíu marka múrinn hjá sænska liðinu Helsingborg og skorað eitt að auki fyrir Lokeren í belgísku deildinni. Mörkin hans urðu því alls 34 á árinu 2012; hann skoraði 32 mörk fyrir þrjú félög í þremur löndum að viðbættum þeim tveimur sem hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Ekki hefur verið haldið úti tölfræði yfir mörk íslenskra knattspyrnumanna á einu almanaksári en Fréttablaðið hefur nú komist að því að Alfreð hafi í raun bætt með þessu 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar. Árið 1979 var Pétur á tuttugasta aldursári og á sínu fyrsta og öðru tímabili með hollenska félaginu Feyenoord. Pétur skoraði alls 32 mörk í 45 leikjum með Feyenoord á árinu 1979 og við lok þess var hann í hópi markahæstu manna Evrópu. Alfreð er á 23. aldursári og skoraði alls 34 mörk í 48 leikum, þar af 32 mörk í 42 leikjum fyrir félagslið sín. Pétur kom til hollenska félagsins eftir magnað tímabil með Skagamönnum 1978 þar sem hann skoraði 24 mörk í deild (19) og bikar (5). Hann lék sinn fyrsta leik með Feyenoord í október 1978 og náði að skora tvö mörk áður en deildin fór í vetrarfrí. Þegar deildin fór aftur í gang eftir vetrarfríið var íslenski glókollurinn kominn inn í hlutina. Hann skoraði reyndar ekki í fjórum fyrstu leikjunum en lék betur og betur með hverjum leik og fór síðan að raða inn mörkum á lokakaflanum, þar sem hann var meðal annars með tíu mörk í ellefu leikjum. Pétur spilaði ekki síðasta leik tímabilsins, þar sem hann var í eldlínunni með landsliðinu á sama tíma. Pétur spilaði fjóra landsleiki þetta ár en tókst ekki að skora. Það eru einmitt landsliðsmörkin tvö hjá Alfreð sem skila honum upp fyrir Pétur því þeir félagar skoruðu jafnmörk fyrir félög sín á þessum miklu markaárum sínum. Pétur kom reyndar til Íslands í lok júlí 1979 og skoraði þá 6 mörk í 4 leikjum á móti ÍA, ÍBV og KA en mörk í vináttuleikjum teljast ekki með enda er hér um að ræða mörk í opinberum leikjum á alþjóðlegum vettvangi. Að sama skapi eru ekki tekin mörk í íslensku deildinni en það væri vissulega efni í aðra samantekt. Pétur hóf tímabilið 1979-80 á því að setja met sem stendur enn í Hollandi þegar hann skoraði í átta fyrstu deildarleikjunum. Snillingar eins og Romario, Ronaldo, Marco van Basten og Ruud van Nistelrooy náðu aldrei að ógna Íslendingnum. Pétur skoraði alls 22 mörk í fyrstu 24 leikjum tímabilsins í öllum keppnum og var markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar í árslok með 16 mörk í 17 leikjum en endaði tímabilið í 2. sætinu með 23 mörk í 33 leikjum. Hann meiddist illa á hné í sjötta leik tímabilið eftir og náði aldrei að komast í sama markaform og hann var í þetta magnaða tímabil fyrir 33 árum. Hér á síðunni má sjá samanburð á afrekum þeirra Alfreðs og Péturs en það verður gaman að sjá hvernig Alfreð tekst upp fyrir framan mark andstæðinganna þegar árið 2013 er runnið í garð.xxxx xxx xxxxMörk Péturs 1979 eftir mánuðum Janúar - 0 Febrúar - 0 Mars - 0 Apríl - 5 Maí - 5 Júní - 0 Júlí - 0 Ágúst - 5 September - 5 Október - 8 Nóvember - 3 Desember - 1Mörk Alfreðs 2012 eftir mánuðum Janúar - 0 Febrúar - 1 Mars - 1 Apríl - 3 Maí - 2 Júní - 0 Júlí - 5 Ágúst - 3 September- 8 Október - 5 Nóvember - 2 Desember - 4Mörk Péturs 1979 Deildarleikir: 34 leikir/26 mörk Bikarleikir: 1/2 Evrópuleikir: 6/4 Landsleikir: 4/0Samtals: 45/32Mörk Alfreðs 2012 Deildarleikir: 35 leikir/27 mörk Bikarleikir: 3/4 Evrópuleikir: 4/1 Landsleikir: 6/2Samtals: 48/34 Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur átt magnað ár sem lauk með viðeigandi hætti þegar hann tryggði Heerenveen sigur í síðasta leik liðsins fyrir jólafrí. Alfreð var þarna að skora sitt fjórtánda mark í hollensku deildinni á tímabilinu en hafði áður rofið tíu marka múrinn hjá sænska liðinu Helsingborg og skorað eitt að auki fyrir Lokeren í belgísku deildinni. Mörkin hans urðu því alls 34 á árinu 2012; hann skoraði 32 mörk fyrir þrjú félög í þremur löndum að viðbættum þeim tveimur sem hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Ekki hefur verið haldið úti tölfræði yfir mörk íslenskra knattspyrnumanna á einu almanaksári en Fréttablaðið hefur nú komist að því að Alfreð hafi í raun bætt með þessu 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar. Árið 1979 var Pétur á tuttugasta aldursári og á sínu fyrsta og öðru tímabili með hollenska félaginu Feyenoord. Pétur skoraði alls 32 mörk í 45 leikjum með Feyenoord á árinu 1979 og við lok þess var hann í hópi markahæstu manna Evrópu. Alfreð er á 23. aldursári og skoraði alls 34 mörk í 48 leikum, þar af 32 mörk í 42 leikjum fyrir félagslið sín. Pétur kom til hollenska félagsins eftir magnað tímabil með Skagamönnum 1978 þar sem hann skoraði 24 mörk í deild (19) og bikar (5). Hann lék sinn fyrsta leik með Feyenoord í október 1978 og náði að skora tvö mörk áður en deildin fór í vetrarfrí. Þegar deildin fór aftur í gang eftir vetrarfríið var íslenski glókollurinn kominn inn í hlutina. Hann skoraði reyndar ekki í fjórum fyrstu leikjunum en lék betur og betur með hverjum leik og fór síðan að raða inn mörkum á lokakaflanum, þar sem hann var meðal annars með tíu mörk í ellefu leikjum. Pétur spilaði ekki síðasta leik tímabilsins, þar sem hann var í eldlínunni með landsliðinu á sama tíma. Pétur spilaði fjóra landsleiki þetta ár en tókst ekki að skora. Það eru einmitt landsliðsmörkin tvö hjá Alfreð sem skila honum upp fyrir Pétur því þeir félagar skoruðu jafnmörk fyrir félög sín á þessum miklu markaárum sínum. Pétur kom reyndar til Íslands í lok júlí 1979 og skoraði þá 6 mörk í 4 leikjum á móti ÍA, ÍBV og KA en mörk í vináttuleikjum teljast ekki með enda er hér um að ræða mörk í opinberum leikjum á alþjóðlegum vettvangi. Að sama skapi eru ekki tekin mörk í íslensku deildinni en það væri vissulega efni í aðra samantekt. Pétur hóf tímabilið 1979-80 á því að setja met sem stendur enn í Hollandi þegar hann skoraði í átta fyrstu deildarleikjunum. Snillingar eins og Romario, Ronaldo, Marco van Basten og Ruud van Nistelrooy náðu aldrei að ógna Íslendingnum. Pétur skoraði alls 22 mörk í fyrstu 24 leikjum tímabilsins í öllum keppnum og var markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar í árslok með 16 mörk í 17 leikjum en endaði tímabilið í 2. sætinu með 23 mörk í 33 leikjum. Hann meiddist illa á hné í sjötta leik tímabilið eftir og náði aldrei að komast í sama markaform og hann var í þetta magnaða tímabil fyrir 33 árum. Hér á síðunni má sjá samanburð á afrekum þeirra Alfreðs og Péturs en það verður gaman að sjá hvernig Alfreð tekst upp fyrir framan mark andstæðinganna þegar árið 2013 er runnið í garð.xxxx xxx xxxxMörk Péturs 1979 eftir mánuðum Janúar - 0 Febrúar - 0 Mars - 0 Apríl - 5 Maí - 5 Júní - 0 Júlí - 0 Ágúst - 5 September - 5 Október - 8 Nóvember - 3 Desember - 1Mörk Alfreðs 2012 eftir mánuðum Janúar - 0 Febrúar - 1 Mars - 1 Apríl - 3 Maí - 2 Júní - 0 Júlí - 5 Ágúst - 3 September- 8 Október - 5 Nóvember - 2 Desember - 4Mörk Péturs 1979 Deildarleikir: 34 leikir/26 mörk Bikarleikir: 1/2 Evrópuleikir: 6/4 Landsleikir: 4/0Samtals: 45/32Mörk Alfreðs 2012 Deildarleikir: 35 leikir/27 mörk Bikarleikir: 3/4 Evrópuleikir: 4/1 Landsleikir: 6/2Samtals: 48/34
Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira