Náði David Beckham að breyta Bandaríkjunum? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. desember 2012 07:15 David Beckham. David Beckham fór til Bandaríkjanna með það markmið að gera knattspyrnu vinsæla í landinu. Það hafa fleiri reynt og meðal annars Pelé. Beckham eyddi sex árum í landinu og hafði talsverð áhrif á uppgang mála. Sex ára dvöl Davids Beckham í Bandaríkjunum er lokið. Beckham kom til fyrirheitna landsins með háleitar hugmyndir og til mikils var ætlast af honum. Hann er maðurinn sem átti að rífa knattspyrnuna upp í vinsældum í landinu og setja hana á stall með amerískum fótbolta, hafnabolta, körfubolta og íshokkí. Þetta var ekki lítið markmið enda hafði sjálfum Pelé ekki einu sinni tekist að gera knattspyrnuna vinsæla er hann lék með NY Cosmos árið 1975. Forráðamenn LA Galaxy lögðu mikið undir og greiddu Beckham 20 milljónir punda fyrir fimm ára samning. Hann varð þar með langlaunahæsti leikmaður deildarinnar. „Knattspyrna er vinsælasta íþróttin í öllum löndum nema Bandaríkjunum. Þess vegna vil ég vera hérna og hafa áhrif á krakkana," sagði Beckham er hann kom til landsins. Gríðarlegt fjölmiðlafár var er þau hjónin komu til landsins og engu líkara en kóngafólk hefði lent í Los Angeles. „Það er óhætt að segja að enginn íþróttamaður hafi fengið álíka móttökur og David Beckham," skrifaði blaðamaður AP við það tilefni. Það skemmdi ekki fyrir að stjörnurnar í Hollywood voru duglegar að láta sjá sig á vellinum hjá Galaxy. Í fyrsta leik Beckhams voru í stúkunni Tom Cruise, Katie Holmes, Eva Longoria, Jennifer Love Hewitt og sjálfur Arnold Schwarzenegger. Aftur á móti varð lítið úr fyrsta tímabili Beckhams hjá Galaxy því hann spilaði aðeins fimm leiki vegna meiðsla. Botninn datt svolítið úr markaðsherferðinni í kjölfarið og ekki tókst nægjanlega að nýta meðbyrinn sem fylgdi Beckham. Þess utan gekk illa hjá Galaxy fyrstu tvö árin og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Það var svo ekki að vinna með Beckham að hann ákvað að koma seint til móts við Galaxy árið 2009. Þá var hann í láni hjá AC Milan á Ítalíu. Liðsfélagi hans, Landon Donovan, gagnrýndi þá Beckham opinberlega og efaðist um hversu mikinn metnað Beckham hefði í raun og veru fyrir félaginu. Þó svo Bandaríkjamenn væru almennt ekki að fylgjast með Beckham á fótboltavellinum fóru David og eiginkona hans, Victoria, ekki fram hjá neinum enda voru þau dugleg að láta sjá sig á hinum og þessum viðburðum og voru fastagestir í slúðurblöðunum. Vinskapur Beckham-hjónanna við þáverandi hjónin Tom Cruise og Katie Holmes var sérstaklega eftirsótt umfjöllunarefni. Svo var David á auglýsingaspjöldum um öll Bandaríkin að auglýsa nærbuxur og er óhætt að segja að fáar auglýsingar hafi vakið eins mikla athygli. „Ég held að þau hafi ekki breytt ímynd Breta í Bandaríkjunum á sama hátt og Kate Middleton hefur gert. Þau komu þó vel fyrir. Beckham-fjölskyldan virðist vera hamingjusöm og er falleg. Það líkar Bandaríkjamönnum," sagði blaðamaður The Times í Bandaríkjunum. Á þeim tíma sem Beckham-hjónin komu til Bandaríkjanna lifði Victoria á fornri frægð sem fyrrverandi meðlimur í stúlknasveitinni Spice Girls. Hún vildi þó hasla sér völl í tískuheiminum og hefur gengið betur en fólk þorði að vona. Fatalínur hennar hafa mokselst og hún er nú loksins að verða þekktari sem tískuhönnuður en söngkona. Á sama tíma og ferill Victoriu fór á flug fór loksins að ganga betur á vellinum hjá David. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, Bruce Arena, tók við liðinu og eftir það varð það eitt það besta í Bandaríkjunum. Síðustu tvö ár hefur Galaxy unnið bandaríska meistaratitilinn og það var staðið upp og klappað fyrir Beckham í lokaleik hans með félaginu. Hann gekk út sem sigurvegari þar líkt og hann gerði í Englandi og á Spáni á sínum tíma. Þó svo að fleiri Bandaríkjamenn séu farnir að gefa knattspyrnunni séns í dag hefur ekki orðið nein brjálæðisleg aukning í áhorfi á leiki MLS-deildarinnar. Þegar Beckham kom í deildina var áhorfendameðaltalið 15.500 manns. Í dag mæta að meðaltali 18.800 á leik í deildinni. Aftur á móti hefur liðum deildarinnar fjölgað úr 13 í 19. Beckham náði því ekki aðalmarkmiði sínu að gera knattspyrnu að alvöru íþrótt í Bandaríkjunum en hann skilaði samt mörgu góðu og hjálpaði deildinni að festa sig almennilega í sessi. Hann getur því gengið út hnarreistur með tvær sigurmedalíur í farteskinu. Fótbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
David Beckham fór til Bandaríkjanna með það markmið að gera knattspyrnu vinsæla í landinu. Það hafa fleiri reynt og meðal annars Pelé. Beckham eyddi sex árum í landinu og hafði talsverð áhrif á uppgang mála. Sex ára dvöl Davids Beckham í Bandaríkjunum er lokið. Beckham kom til fyrirheitna landsins með háleitar hugmyndir og til mikils var ætlast af honum. Hann er maðurinn sem átti að rífa knattspyrnuna upp í vinsældum í landinu og setja hana á stall með amerískum fótbolta, hafnabolta, körfubolta og íshokkí. Þetta var ekki lítið markmið enda hafði sjálfum Pelé ekki einu sinni tekist að gera knattspyrnuna vinsæla er hann lék með NY Cosmos árið 1975. Forráðamenn LA Galaxy lögðu mikið undir og greiddu Beckham 20 milljónir punda fyrir fimm ára samning. Hann varð þar með langlaunahæsti leikmaður deildarinnar. „Knattspyrna er vinsælasta íþróttin í öllum löndum nema Bandaríkjunum. Þess vegna vil ég vera hérna og hafa áhrif á krakkana," sagði Beckham er hann kom til landsins. Gríðarlegt fjölmiðlafár var er þau hjónin komu til landsins og engu líkara en kóngafólk hefði lent í Los Angeles. „Það er óhætt að segja að enginn íþróttamaður hafi fengið álíka móttökur og David Beckham," skrifaði blaðamaður AP við það tilefni. Það skemmdi ekki fyrir að stjörnurnar í Hollywood voru duglegar að láta sjá sig á vellinum hjá Galaxy. Í fyrsta leik Beckhams voru í stúkunni Tom Cruise, Katie Holmes, Eva Longoria, Jennifer Love Hewitt og sjálfur Arnold Schwarzenegger. Aftur á móti varð lítið úr fyrsta tímabili Beckhams hjá Galaxy því hann spilaði aðeins fimm leiki vegna meiðsla. Botninn datt svolítið úr markaðsherferðinni í kjölfarið og ekki tókst nægjanlega að nýta meðbyrinn sem fylgdi Beckham. Þess utan gekk illa hjá Galaxy fyrstu tvö árin og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Það var svo ekki að vinna með Beckham að hann ákvað að koma seint til móts við Galaxy árið 2009. Þá var hann í láni hjá AC Milan á Ítalíu. Liðsfélagi hans, Landon Donovan, gagnrýndi þá Beckham opinberlega og efaðist um hversu mikinn metnað Beckham hefði í raun og veru fyrir félaginu. Þó svo Bandaríkjamenn væru almennt ekki að fylgjast með Beckham á fótboltavellinum fóru David og eiginkona hans, Victoria, ekki fram hjá neinum enda voru þau dugleg að láta sjá sig á hinum og þessum viðburðum og voru fastagestir í slúðurblöðunum. Vinskapur Beckham-hjónanna við þáverandi hjónin Tom Cruise og Katie Holmes var sérstaklega eftirsótt umfjöllunarefni. Svo var David á auglýsingaspjöldum um öll Bandaríkin að auglýsa nærbuxur og er óhætt að segja að fáar auglýsingar hafi vakið eins mikla athygli. „Ég held að þau hafi ekki breytt ímynd Breta í Bandaríkjunum á sama hátt og Kate Middleton hefur gert. Þau komu þó vel fyrir. Beckham-fjölskyldan virðist vera hamingjusöm og er falleg. Það líkar Bandaríkjamönnum," sagði blaðamaður The Times í Bandaríkjunum. Á þeim tíma sem Beckham-hjónin komu til Bandaríkjanna lifði Victoria á fornri frægð sem fyrrverandi meðlimur í stúlknasveitinni Spice Girls. Hún vildi þó hasla sér völl í tískuheiminum og hefur gengið betur en fólk þorði að vona. Fatalínur hennar hafa mokselst og hún er nú loksins að verða þekktari sem tískuhönnuður en söngkona. Á sama tíma og ferill Victoriu fór á flug fór loksins að ganga betur á vellinum hjá David. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, Bruce Arena, tók við liðinu og eftir það varð það eitt það besta í Bandaríkjunum. Síðustu tvö ár hefur Galaxy unnið bandaríska meistaratitilinn og það var staðið upp og klappað fyrir Beckham í lokaleik hans með félaginu. Hann gekk út sem sigurvegari þar líkt og hann gerði í Englandi og á Spáni á sínum tíma. Þó svo að fleiri Bandaríkjamenn séu farnir að gefa knattspyrnunni séns í dag hefur ekki orðið nein brjálæðisleg aukning í áhorfi á leiki MLS-deildarinnar. Þegar Beckham kom í deildina var áhorfendameðaltalið 15.500 manns. Í dag mæta að meðaltali 18.800 á leik í deildinni. Aftur á móti hefur liðum deildarinnar fjölgað úr 13 í 19. Beckham náði því ekki aðalmarkmiði sínu að gera knattspyrnu að alvöru íþrótt í Bandaríkjunum en hann skilaði samt mörgu góðu og hjálpaði deildinni að festa sig almennilega í sessi. Hann getur því gengið út hnarreistur með tvær sigurmedalíur í farteskinu.
Fótbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira