Enski boltinn

Væru í slæmum málum án Van Persie og Suarez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie
Robin van Persie
Manchester United er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og það getað þeir þakkað gjafmildi erkifjenda þeirra í Arsenal sem voru tilbúnir að selja þeir Robin van Persie í haust. Mikilvægi Robin van Persie fyrir United og mikilvægi Luis Suarez fyrir Liverpool kemur vel fram í samantekt Opta-tölfræðiþjónustu ensku úrvalsdeildarinnar. Luis Suarez er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk en Van Persie hefur skorað einu marki minna.

Robin van Persie skoraði sigurmark Manchester United á móti West Ham í fyrrakvöld en það var þriðja sigurmark hans í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hollendingurinn hefur einnig lagt upp eitt sigurmark fyrir Chicharito. Van Persie hefur alls skorað í sjö af 9 sigurleikjum United-liðsins.

Luis Suarez hefur ekki skorað í síðustu tveimur leikjum Liverpool-liðsins og liðið fékk aðeins eitt stig út úr þeim. Suarez hefur skorað fimm mörk í þremur sigurleikjum liðsins og Liverpool-liðið hefur náð í stig í öllum sjö leikjunum þar sem hann hefur verið meðal markaskorara.

Liverpool hefur jafnframt aðeins náð að skora 5 mörk í fyrstu 14 umferðunum þar sem Suarez hefur ekki átt beinan þátt í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×