Erlent

Rannsókn talin vera ómarktæk

ÞJ skrifar
Rannsókn Séralini (í miðið) um skaðsemi erfðabreyttra lífvera vakti mikla athygli, en hefur síðan verið gagnrýnd harðlega og talin ómarktæk. Nordicphotos/AFP
Rannsókn Séralini (í miðið) um skaðsemi erfðabreyttra lífvera vakti mikla athygli, en hefur síðan verið gagnrýnd harðlega og talin ómarktæk. Nordicphotos/AFP
Rannsókn franska vísindamannsins Gilles-Erics Séralini um skaðleg áhrif erfðabreyttra lífvera stenst ekki kröfur um vísindaleg vinnubrögð og er því ekki marktæk. Þetta segir Matvælastofnun Evrópu (EFSA) sem hefur skoðað rannsóknina ofan í kjölinn.

Grein Séralini vakti mikla athygli í haust, enda var þar sýnt fram á að erfðabreyttur maís og plöntueitur yllu æxlismyndun í rottum. Fljótt kom þó fram gagnrýni á vinnubrögðin sem rannsóknin byggði á og að niðurstöður rannsóknarinnar væru ekki í samræmi við framlögð gögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×