Segir ábyrgðarlaust að gefa út atvinnuleyfi 20. október 2012 09:00 Kristín Völundardóttir Til eru dæmi um að fólk sæki um hæli hér á landi til þess að vinna, en snúi til síns heima ef það fær ekki undanþágu á dvalar- og atvinnuleyfi. Þetta fólk ætlar að misnota kerfið, segir forstjóri Útlendingastofnunar. Ákveðið hefur verið að hætta að veita undanþágur á bráðabirgðaatvinnu- og dvalarleyfum til þeirra hælisleitenda sem þegar hafa sótt um hæli í öðrum ríkjum sem eiga aðild að Dyflinnarsamkomulaginu. Hælisleitendur sem eru í efnismeðferð hjá stofnuninni fá hins vegar þetta dvalar- og atvinnuleyfi. Hópur hælisleitenda mótmælti þessum breytingum við innanríkisráðuneytið á fimmtudag. „Við erum að snúa aftur til þess að fara eftir lögunum,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Kristín segir lögin heimila Útlendingastofnun að gefa út bráðabirgðaleyfi til hælisleitenda „að því gefnu að ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar, ekki leiki vafi á hver umsækjandi er, tekin hafi verið hælisskýrsla og viðkomandi sé ekki í þessum Dyflinnarfasa,“ segir Kristín. Árið 2008 hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að ýta þessum skilyrðum til hliðar vegna fjölgunar hælisleitenda, fjárskorts og skorts á vinnuafli. Nú hefur verið ákveðið að snúa til baka. Kristín segir að mál hælisleitenda sem falla undir Dyflinnarsamkomulagið hafi verið sett í forgang hjá stofnuninni og nú sé svo komið að afgreiðslutími sé tveir til þrír mánuðir. Umræddur hópur komi því líklega ekki til með að vera hér á landi í langan tíma og engar forsendur séu fyrir því að veita leyfi. Þá sé það ábyrgðarlaust af hálfu Útlendingastofnunar að gefa út atvinnuleyfi á einstaklinga sem ekki sé vitað hverjir séu. - þeb Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Til eru dæmi um að fólk sæki um hæli hér á landi til þess að vinna, en snúi til síns heima ef það fær ekki undanþágu á dvalar- og atvinnuleyfi. Þetta fólk ætlar að misnota kerfið, segir forstjóri Útlendingastofnunar. Ákveðið hefur verið að hætta að veita undanþágur á bráðabirgðaatvinnu- og dvalarleyfum til þeirra hælisleitenda sem þegar hafa sótt um hæli í öðrum ríkjum sem eiga aðild að Dyflinnarsamkomulaginu. Hælisleitendur sem eru í efnismeðferð hjá stofnuninni fá hins vegar þetta dvalar- og atvinnuleyfi. Hópur hælisleitenda mótmælti þessum breytingum við innanríkisráðuneytið á fimmtudag. „Við erum að snúa aftur til þess að fara eftir lögunum,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Kristín segir lögin heimila Útlendingastofnun að gefa út bráðabirgðaleyfi til hælisleitenda „að því gefnu að ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar, ekki leiki vafi á hver umsækjandi er, tekin hafi verið hælisskýrsla og viðkomandi sé ekki í þessum Dyflinnarfasa,“ segir Kristín. Árið 2008 hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að ýta þessum skilyrðum til hliðar vegna fjölgunar hælisleitenda, fjárskorts og skorts á vinnuafli. Nú hefur verið ákveðið að snúa til baka. Kristín segir að mál hælisleitenda sem falla undir Dyflinnarsamkomulagið hafi verið sett í forgang hjá stofnuninni og nú sé svo komið að afgreiðslutími sé tveir til þrír mánuðir. Umræddur hópur komi því líklega ekki til með að vera hér á landi í langan tíma og engar forsendur séu fyrir því að veita leyfi. Þá sé það ábyrgðarlaust af hálfu Útlendingastofnunar að gefa út atvinnuleyfi á einstaklinga sem ekki sé vitað hverjir séu. - þeb
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira