Íslenska landsliðið er enn efst á lista Arons Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2012 07:00 Aron Jóhannsson sést hér í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sjá meira
Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn