Um 150 Íslendingar fóru með hlutverk í Noah 24. ágúst 2012 06:30 Russell Crowe fer með hlutverk Noah. Alls unnu 220 manns að kvikmyndinni Noah, sem tekin var upp að hluta til hér á landi, og voru Íslendingar meira en helmingur þeirra. Um 150 Íslendingar fóru með misstór hlutverk í myndinni. Leigðar voru samtals 3.650 nætur á hótelherbergjum. Tökuliðið leigði þrjátíu jeppa, tíu sendibíla og 75 fólksbíla. Þetta kemur fram í svörum frá Julie Kuehndorf, upplýsingafulltrúa stórmyndarinnar, sem Fréttablaðið óskaði eftir. Meira en 300 fyrirtæki áttu í viðskiptum við framleiðendur myndarinnar, meðal annars vegna leigu og kaupa á tækjum, bensíni og mat. Undirbúningur vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi hófst í nóvember síðastliðnum þegar Darren Aronofsky, leikstjóri myndarinnar, kom fyrst til Íslands að skoða tökustaði. Meðal tökustaða voru Djúpavatnsleið, Sandvíkurklofi, Lambhagatjörn og Undirhlíðanáma við Kleifarvatn, Sandvík, Hafnir, Reynisfjara, Raufarhólshellir, Leirhnjúkur við Mývatn, Hamragarðaheiði og Svartiskógur. Tökustaðir eru fleiri í Noah en nokkurri annarri erlendri kvikmynd sem hér hefur verið tekin upp. Tökur á Íslandi tóku fjórar vikur, sem er þriðjungur heildartímans sem áætlaður er í tökur. Aðrir hlutar verða teknir upp í nágrenni New York. „Nú, þegar tökum á Íslandi er lokið, vil ég nota tækifærið og þakka okkar frábæra íslenska starfsfólki fyrir óendanlegan dugnað, sem og Íslendingum fyrir göfuga gestrisni með því að bjóða Noah velkominn til landsins," segir Aronofsky. „Ísland er magnaður staður sem bauð okkur upp á ótrúlega fjölbreytta tökustaði. Takk, Ísland. Ég hlakka til að koma aftur!" Frumsýning Noah er áætluð í mars 2014. sunna@frettabladid.is Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Alls unnu 220 manns að kvikmyndinni Noah, sem tekin var upp að hluta til hér á landi, og voru Íslendingar meira en helmingur þeirra. Um 150 Íslendingar fóru með misstór hlutverk í myndinni. Leigðar voru samtals 3.650 nætur á hótelherbergjum. Tökuliðið leigði þrjátíu jeppa, tíu sendibíla og 75 fólksbíla. Þetta kemur fram í svörum frá Julie Kuehndorf, upplýsingafulltrúa stórmyndarinnar, sem Fréttablaðið óskaði eftir. Meira en 300 fyrirtæki áttu í viðskiptum við framleiðendur myndarinnar, meðal annars vegna leigu og kaupa á tækjum, bensíni og mat. Undirbúningur vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi hófst í nóvember síðastliðnum þegar Darren Aronofsky, leikstjóri myndarinnar, kom fyrst til Íslands að skoða tökustaði. Meðal tökustaða voru Djúpavatnsleið, Sandvíkurklofi, Lambhagatjörn og Undirhlíðanáma við Kleifarvatn, Sandvík, Hafnir, Reynisfjara, Raufarhólshellir, Leirhnjúkur við Mývatn, Hamragarðaheiði og Svartiskógur. Tökustaðir eru fleiri í Noah en nokkurri annarri erlendri kvikmynd sem hér hefur verið tekin upp. Tökur á Íslandi tóku fjórar vikur, sem er þriðjungur heildartímans sem áætlaður er í tökur. Aðrir hlutar verða teknir upp í nágrenni New York. „Nú, þegar tökum á Íslandi er lokið, vil ég nota tækifærið og þakka okkar frábæra íslenska starfsfólki fyrir óendanlegan dugnað, sem og Íslendingum fyrir göfuga gestrisni með því að bjóða Noah velkominn til landsins," segir Aronofsky. „Ísland er magnaður staður sem bauð okkur upp á ótrúlega fjölbreytta tökustaði. Takk, Ísland. Ég hlakka til að koma aftur!" Frumsýning Noah er áætluð í mars 2014. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira