Axli pólitíska ábyrgð á sjónvarpsgjörningi 23. ágúst 2012 05:00 Tveir sjónvarpsþættir um framkvæmdir á Höfn voru teknir upp í sumar og sýndir á RÚV. Bæjarstjórinn segir mikið efni ósýnt og það geti bærinn nýtt til kynningar. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir framsóknarmenn, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn Hornafjarðar, þurfa að skýra hvernig þeir ætli að axla pólitíska ábyrgð á því að útgjöld sveitarfélagsins í tilefni sjónvarpsþátta margfölduðust. „Það þarf að skýra hvernig framsóknarmenn hafa hugsað sér að axla pólitíska ábyrgð á þessum gjörningi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Höfn í Hornafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fór kostnaður sveitarfélagsins Hornafjarðar algerlega úr böndum í aðdraganda þess að RÚV gerði sjónvarpsþætti um framkvæmdir á Höfn um miðjan júní. Í stað þess að vera þrjár milljónir króna, eins og samþykkt var, er kostnaðurinn nú talinn 13,8 milljónir. Í Fréttablaðinu í gær útskýrði Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri að kostnaðurinn hafi meðal annars farið úr böndum vegna hraðans í málinu. Fram kom í svörum við fyrirspurn Björns Inga í bæjarráði að ákvarðanir hafi ekki allar verið teknar á lögformlegan hátt. Eftir að svörin voru lögð fram vildi Björn Ingi að því yrði svarað hver bæri ábyrgð á umframeyðslunni. Kvað hann svörin gefa til kynna að áminna ætti þann starfsmann bæjarins sem ábyrgur væri fyrir verkinu. Einn starfsmaður bæjarins hefur einmitt verið sendur í leyfi vegna málsins. Í yfirlýsingu sem Hjalti bæjarstjóri sendi í gær undirstrikar hann að RÚV beri enga ábyrgð á framkvæmdum bæjarins vegna þáttagerðarinnar. „Framkvæmdir sem ráðist var í í tengslum við upptöku á sjónvarpsþætti RÚV eru á ábyrgð starfsmanna sveitarfélagsins en ekki á ábyrgð RÚV eða annarra,“ segir Hjalti. Sem fyrr segir telur Björn Ingi enn standa upp á fulltrúa Framsóknarflokksins, sem eru í hreinum meirihluta í bæjarstjórn, að skýra málið til hlítar. „Bæjarstjórnin ákvað að setja í þetta þrjár milljónir. Eftir það vissi enginn eitt eða neitt hvað var í gangi,“ segir Björn Ingi sem ítrekar þó að framkvæmdirnar hafi alls ekki verið unnar fyrir gýg. „Það má ekki gleyma því að auðvitað er margt af þessu sem var gert til bóta – þannig að þetta eru ekki allt saman peningar út um gluggann. Aðalatriði er að það voru engar heimildir fyrir þessu.“ Hjalti svarar því til að bæjarráðið hafi verið sammála um að taka þátt í verkefninu og lagt því til skýran ramma. „Til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig mun bæjarstjórn Hornafjarðar, á fundi sínum á morgun [í dag], taka til umræðu verklýsingu um hönnun og undirbúning að uppbyggingu opinna svæða í sveitarfélaginu þannig að mál verði í góðum farvegi hér eftir og verkferlar skýrir,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir framsóknarmenn, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn Hornafjarðar, þurfa að skýra hvernig þeir ætli að axla pólitíska ábyrgð á því að útgjöld sveitarfélagsins í tilefni sjónvarpsþátta margfölduðust. „Það þarf að skýra hvernig framsóknarmenn hafa hugsað sér að axla pólitíska ábyrgð á þessum gjörningi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Höfn í Hornafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fór kostnaður sveitarfélagsins Hornafjarðar algerlega úr böndum í aðdraganda þess að RÚV gerði sjónvarpsþætti um framkvæmdir á Höfn um miðjan júní. Í stað þess að vera þrjár milljónir króna, eins og samþykkt var, er kostnaðurinn nú talinn 13,8 milljónir. Í Fréttablaðinu í gær útskýrði Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri að kostnaðurinn hafi meðal annars farið úr böndum vegna hraðans í málinu. Fram kom í svörum við fyrirspurn Björns Inga í bæjarráði að ákvarðanir hafi ekki allar verið teknar á lögformlegan hátt. Eftir að svörin voru lögð fram vildi Björn Ingi að því yrði svarað hver bæri ábyrgð á umframeyðslunni. Kvað hann svörin gefa til kynna að áminna ætti þann starfsmann bæjarins sem ábyrgur væri fyrir verkinu. Einn starfsmaður bæjarins hefur einmitt verið sendur í leyfi vegna málsins. Í yfirlýsingu sem Hjalti bæjarstjóri sendi í gær undirstrikar hann að RÚV beri enga ábyrgð á framkvæmdum bæjarins vegna þáttagerðarinnar. „Framkvæmdir sem ráðist var í í tengslum við upptöku á sjónvarpsþætti RÚV eru á ábyrgð starfsmanna sveitarfélagsins en ekki á ábyrgð RÚV eða annarra,“ segir Hjalti. Sem fyrr segir telur Björn Ingi enn standa upp á fulltrúa Framsóknarflokksins, sem eru í hreinum meirihluta í bæjarstjórn, að skýra málið til hlítar. „Bæjarstjórnin ákvað að setja í þetta þrjár milljónir. Eftir það vissi enginn eitt eða neitt hvað var í gangi,“ segir Björn Ingi sem ítrekar þó að framkvæmdirnar hafi alls ekki verið unnar fyrir gýg. „Það má ekki gleyma því að auðvitað er margt af þessu sem var gert til bóta – þannig að þetta eru ekki allt saman peningar út um gluggann. Aðalatriði er að það voru engar heimildir fyrir þessu.“ Hjalti svarar því til að bæjarráðið hafi verið sammála um að taka þátt í verkefninu og lagt því til skýran ramma. „Til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig mun bæjarstjórn Hornafjarðar, á fundi sínum á morgun [í dag], taka til umræðu verklýsingu um hönnun og undirbúning að uppbyggingu opinna svæða í sveitarfélaginu þannig að mál verði í góðum farvegi hér eftir og verkferlar skýrir,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira