Innlent

Vilji fyrir varanlegri göngugötu

Áhugi er meðal margra verslunarmanna að gera neðsta hlutann að varanlegri göngugötu. Borgaryfirvöld eru opin fyrir hugmyndinni.
Áhugi er meðal margra verslunarmanna að gera neðsta hlutann að varanlegri göngugötu. Borgaryfirvöld eru opin fyrir hugmyndinni. fréttablaðið/gva
„Við vitum að meðal margra rekstraraðila á Skólavörðustíg er mikill áhugi fyrir því að gera neðsta hluta götunnar að varanlegri göngugötu,“ segir Hjálmar Sveinsson sem sæti á í skipulagsráði Reykjavíkur.

Hann segir að tímabundin lokun hluta Skólavörðustígs sem og Laugavegs hafi gefið góða raun. „Við ætlum að halda þessu áfram á báðum þessum götum og af því að við heyrum af því að áhugi er til staðar þá erum við mjög opin fyrir því að víkka þetta út, lengja tímabilið og skoða kosti og galla þess að hafa einhverja hluta lokaða varanlega,“ segir hann.

Rekstraraðilar á Skólavörðustíg óskuðu eftir því að gatan yrði lokuð fyrir bílaumferð í eina viku í viðbót en fyrirhugað var að hleypa umferð á í gær. Borgaryfirvöld hafa orðið við þessari ósk og því verður kafli götunnar frá Bergstaðastræti til Laugavegs lokaður bílaumferð eina viku enn eða til mánudagsins 27. ágúst.

Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst varðandi lokun neðsta hluta Laugavegs í sumar og það talið hafa verið lamandi fyrir verslun þar. En Hjálmar er sannfærður um að vel hafi tekist til. „Við teljum að við höfum gert okkar til þess að mannlífið verði með blóma þarna í miðbænum, þarna hefur eiginlega allt verið fullt í allt sumar en við ráðum því hins vegar ekki hvað fólk kaupir. Þar verður aftur á móti að reyna á hæfni kaupmannanna,“ segir Hjálmar.- jseAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×