Vilji fyrir varanlegri göngugötu 22. ágúst 2012 07:00 Áhugi er meðal margra verslunarmanna að gera neðsta hlutann að varanlegri göngugötu. Borgaryfirvöld eru opin fyrir hugmyndinni. fréttablaðið/gva „Við vitum að meðal margra rekstraraðila á Skólavörðustíg er mikill áhugi fyrir því að gera neðsta hluta götunnar að varanlegri göngugötu,“ segir Hjálmar Sveinsson sem sæti á í skipulagsráði Reykjavíkur. Hann segir að tímabundin lokun hluta Skólavörðustígs sem og Laugavegs hafi gefið góða raun. „Við ætlum að halda þessu áfram á báðum þessum götum og af því að við heyrum af því að áhugi er til staðar þá erum við mjög opin fyrir því að víkka þetta út, lengja tímabilið og skoða kosti og galla þess að hafa einhverja hluta lokaða varanlega,“ segir hann. Rekstraraðilar á Skólavörðustíg óskuðu eftir því að gatan yrði lokuð fyrir bílaumferð í eina viku í viðbót en fyrirhugað var að hleypa umferð á í gær. Borgaryfirvöld hafa orðið við þessari ósk og því verður kafli götunnar frá Bergstaðastræti til Laugavegs lokaður bílaumferð eina viku enn eða til mánudagsins 27. ágúst. Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst varðandi lokun neðsta hluta Laugavegs í sumar og það talið hafa verið lamandi fyrir verslun þar. En Hjálmar er sannfærður um að vel hafi tekist til. „Við teljum að við höfum gert okkar til þess að mannlífið verði með blóma þarna í miðbænum, þarna hefur eiginlega allt verið fullt í allt sumar en við ráðum því hins vegar ekki hvað fólk kaupir. Þar verður aftur á móti að reyna á hæfni kaupmannanna,“ segir Hjálmar.- jse Mest lesið Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Innlent Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Sjá meira
„Við vitum að meðal margra rekstraraðila á Skólavörðustíg er mikill áhugi fyrir því að gera neðsta hluta götunnar að varanlegri göngugötu,“ segir Hjálmar Sveinsson sem sæti á í skipulagsráði Reykjavíkur. Hann segir að tímabundin lokun hluta Skólavörðustígs sem og Laugavegs hafi gefið góða raun. „Við ætlum að halda þessu áfram á báðum þessum götum og af því að við heyrum af því að áhugi er til staðar þá erum við mjög opin fyrir því að víkka þetta út, lengja tímabilið og skoða kosti og galla þess að hafa einhverja hluta lokaða varanlega,“ segir hann. Rekstraraðilar á Skólavörðustíg óskuðu eftir því að gatan yrði lokuð fyrir bílaumferð í eina viku í viðbót en fyrirhugað var að hleypa umferð á í gær. Borgaryfirvöld hafa orðið við þessari ósk og því verður kafli götunnar frá Bergstaðastræti til Laugavegs lokaður bílaumferð eina viku enn eða til mánudagsins 27. ágúst. Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst varðandi lokun neðsta hluta Laugavegs í sumar og það talið hafa verið lamandi fyrir verslun þar. En Hjálmar er sannfærður um að vel hafi tekist til. „Við teljum að við höfum gert okkar til þess að mannlífið verði með blóma þarna í miðbænum, þarna hefur eiginlega allt verið fullt í allt sumar en við ráðum því hins vegar ekki hvað fólk kaupir. Þar verður aftur á móti að reyna á hæfni kaupmannanna,“ segir Hjálmar.- jse
Mest lesið Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Innlent Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Sjá meira