Fjögur þúsund ný börn í umferðinni 21. ágúst 2012 04:30 Grunnskólar verða settir í vikunni og má því búast við aukinni umferð þegar fjörutíu þúsund börn hefja skólaárið. fréttablaðið/vilhelm Grunnskólar verða víðast hvar settir í vikunni. Um fjörutíu þúsund börn hefja þá skólaárið með tilheyrandi umferðarþunga. Umferðarstofa brýnir fyrir fólki að kenna börnum á umferðina og lögreglan verður með aukið eftirlit víða. Fjörutíu þúsund grunnskólabörn hefja nýtt skólaár í þessari viku og þar af um fjögur þúsund í fyrsta bekk. Umferðarstofa brýnir fyrir fólki að taka tillit til aukinnar umferðar sem hlýst af skólabyrjun og nýliðum í umferðinni. Grunnskólar í Reykjavík verða settir á morgun. Flest börn stunda nám í borginni, eða um fjórtán þúsund í 34 almennum skólum, tveimur sérskólum og fimm einkaskólum. Grunnskólar í Garðabæ og Kópavogi verða einnig settir á morgun, en á fimmtudag í Hafnarfirði, á Álftanesi og í Mosfellsbæ. Þá verður grunnskóli Seltjarnarness settur á föstudag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukið eftirlit með umferð í þessari viku vegna skólabyrjunarinnar og hvetur ökumenn til að gera ráð fyrir stóraukinni umferð í sínum tímaáætlunum. „Lögregla mun á sama tíma auka sýnilegt eftirlit á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins sérstaklega en einnig í íbúðahverfum í nágrenni við grunnskóla. Markmiðið er sem fyrr að minna ökumenn á að fara varlega í umferðinni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Barn sem er að byrja í skóla hefur ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli að gefa gaum að í umferðinni að sögn Umferðarstofu. Nauðsynlegt er því að brýna fyrir börnum að þótt þau sjái bíla sé ekki öruggt að bílstjórar sjái þau. Ef þau eru gangandi er mikilvægt að velja frekar þá leið þar sem þarf að fara yfir fæstar götur en stystu leiðina. Þar sem keyra verður börn í skólann er nauðsynlegt að huga að því hvar þeim er hleypt út úr bílnum, og að það sé ekki gert þar sem hætta geti skapast. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Grunnskólar verða víðast hvar settir í vikunni. Um fjörutíu þúsund börn hefja þá skólaárið með tilheyrandi umferðarþunga. Umferðarstofa brýnir fyrir fólki að kenna börnum á umferðina og lögreglan verður með aukið eftirlit víða. Fjörutíu þúsund grunnskólabörn hefja nýtt skólaár í þessari viku og þar af um fjögur þúsund í fyrsta bekk. Umferðarstofa brýnir fyrir fólki að taka tillit til aukinnar umferðar sem hlýst af skólabyrjun og nýliðum í umferðinni. Grunnskólar í Reykjavík verða settir á morgun. Flest börn stunda nám í borginni, eða um fjórtán þúsund í 34 almennum skólum, tveimur sérskólum og fimm einkaskólum. Grunnskólar í Garðabæ og Kópavogi verða einnig settir á morgun, en á fimmtudag í Hafnarfirði, á Álftanesi og í Mosfellsbæ. Þá verður grunnskóli Seltjarnarness settur á föstudag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukið eftirlit með umferð í þessari viku vegna skólabyrjunarinnar og hvetur ökumenn til að gera ráð fyrir stóraukinni umferð í sínum tímaáætlunum. „Lögregla mun á sama tíma auka sýnilegt eftirlit á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins sérstaklega en einnig í íbúðahverfum í nágrenni við grunnskóla. Markmiðið er sem fyrr að minna ökumenn á að fara varlega í umferðinni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Barn sem er að byrja í skóla hefur ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli að gefa gaum að í umferðinni að sögn Umferðarstofu. Nauðsynlegt er því að brýna fyrir börnum að þótt þau sjái bíla sé ekki öruggt að bílstjórar sjái þau. Ef þau eru gangandi er mikilvægt að velja frekar þá leið þar sem þarf að fara yfir fæstar götur en stystu leiðina. Þar sem keyra verður börn í skólann er nauðsynlegt að huga að því hvar þeim er hleypt út úr bílnum, og að það sé ekki gert þar sem hætta geti skapast. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent