„Þið mynduð skilja Gretti betur en ég“ 18. ágúst 2012 06:00 Ásamt því að læra nútíma-íslensku situr hann nú námskeið í Gísla sögu Súrssonar enda ekki annað hægt á meðan á Vestfjarðadvölinni stendur. mynd/björn Ingi Guðnason Svissneskur íslenskunemi er farinn að skilja okkar ylhýra mál eftir þriggja vikna nám. Hann hafði reyndar nokkuð forskot því hann kann forníslensku. Hann myndi hins vegar hóa í Íslending ef Grettir Ásmundarson kæmi að spjalla. Silvio Zinsstag hefur lært forníslensku og lesið Íslendingasögurnar á frummálinu. Hann situr nú á skólabekk í Háskólasetri Vestfjarða og lærir nútíma-íslensku. Svarið kom blaðamanni á óvart þegar hann spurði af hverju Svisslendingur tæki sig til og lærði forníslensku. „Það var bara mjög hagkvæmt fyrir mig. Já, já,“ bætir hann við þegar hann verður þess var að blaðamaður er orðlaus. „Ég var að læra fornensku í Englandi og þá kom alltaf einhver tenging við rit sem voru á forníslensku. Menn voru því sífellt að tala um þau en enginn var fær um að lesa þau svo það er mjög hagkvæmt fyrir mig að getað lesið frumheimildirnar. Til dæmis eru atriði í Bjólfskviðu sem einnig koma fyrir í Grettissögu.“ Þar með hefur talið borist að uppáhalds Íslendingasögu Zinsstag. „Grettir er svo heillandi sögupersóna,“ segir hann. „Grettir er persóna sem menn hrífast af en um leið vekur hann hjá manni ugg. Hann gat verið tilfinninganæmur, hann var til dæmis skáldhneigður en svo á hann sér óslípaðri hliðar eins og alþjóð veit.“ En þá vaknar spurningin, ef Grettir stykki nú fram með málfar síns tíma á munni, hvor myndi skilja hann betur: Íslendingur sem einungis talar nútímaíslensku eða Zinsstag, sem menntað hefur sig í forníslensku? „Þið ættuð að skilja hann betur. Til dæmis er mikið af íslenskum orðsamböndum, fyrr og nú, sem þið berið meira skynbragð á en einhver sem lært hefur einungis af bókinni.“ Zinsstag hefur einungis lært nútímaíslensku í þrjár vikur en segist þó farinn að skilja Íslendingana að mestu. „Það er að segja ef talað er hægar en sem nemur tólf tungusnúningum á sekúndu,“ segir hann kankvís. „En ég á erfiðara með það að tala. Þar kemur málfræðivitund mín sér illa en meðan ég tala hef ég allar málfræðireglurnar í hausnum svo mér vefst tunga um tönn.“ Zinsstag er einnig tónlistarmaður og þegar hann er spurður að því hvernig hann hyggist nýta sína forníslensku lætur hann lítið uppi en þó ætti það ekki að koma á óvart ef við heyrum í svissneskum tónlistarmanni í framtíðinni flytja tónverk þar sem okkar ylhýra kemur við sögu.jse@frettabladid.is Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Svissneskur íslenskunemi er farinn að skilja okkar ylhýra mál eftir þriggja vikna nám. Hann hafði reyndar nokkuð forskot því hann kann forníslensku. Hann myndi hins vegar hóa í Íslending ef Grettir Ásmundarson kæmi að spjalla. Silvio Zinsstag hefur lært forníslensku og lesið Íslendingasögurnar á frummálinu. Hann situr nú á skólabekk í Háskólasetri Vestfjarða og lærir nútíma-íslensku. Svarið kom blaðamanni á óvart þegar hann spurði af hverju Svisslendingur tæki sig til og lærði forníslensku. „Það var bara mjög hagkvæmt fyrir mig. Já, já,“ bætir hann við þegar hann verður þess var að blaðamaður er orðlaus. „Ég var að læra fornensku í Englandi og þá kom alltaf einhver tenging við rit sem voru á forníslensku. Menn voru því sífellt að tala um þau en enginn var fær um að lesa þau svo það er mjög hagkvæmt fyrir mig að getað lesið frumheimildirnar. Til dæmis eru atriði í Bjólfskviðu sem einnig koma fyrir í Grettissögu.“ Þar með hefur talið borist að uppáhalds Íslendingasögu Zinsstag. „Grettir er svo heillandi sögupersóna,“ segir hann. „Grettir er persóna sem menn hrífast af en um leið vekur hann hjá manni ugg. Hann gat verið tilfinninganæmur, hann var til dæmis skáldhneigður en svo á hann sér óslípaðri hliðar eins og alþjóð veit.“ En þá vaknar spurningin, ef Grettir stykki nú fram með málfar síns tíma á munni, hvor myndi skilja hann betur: Íslendingur sem einungis talar nútímaíslensku eða Zinsstag, sem menntað hefur sig í forníslensku? „Þið ættuð að skilja hann betur. Til dæmis er mikið af íslenskum orðsamböndum, fyrr og nú, sem þið berið meira skynbragð á en einhver sem lært hefur einungis af bókinni.“ Zinsstag hefur einungis lært nútímaíslensku í þrjár vikur en segist þó farinn að skilja Íslendingana að mestu. „Það er að segja ef talað er hægar en sem nemur tólf tungusnúningum á sekúndu,“ segir hann kankvís. „En ég á erfiðara með það að tala. Þar kemur málfræðivitund mín sér illa en meðan ég tala hef ég allar málfræðireglurnar í hausnum svo mér vefst tunga um tönn.“ Zinsstag er einnig tónlistarmaður og þegar hann er spurður að því hvernig hann hyggist nýta sína forníslensku lætur hann lítið uppi en þó ætti það ekki að koma á óvart ef við heyrum í svissneskum tónlistarmanni í framtíðinni flytja tónverk þar sem okkar ylhýra kemur við sögu.jse@frettabladid.is
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira