Vilja fá Íslendinga í læknanám í Slóvakíu 17. ágúst 2012 10:00 Vilja íslendinga Háskólinn í Bratislava vill bjóða íslenskum stúdentum að þreyta inntökupróf. Vonast skólinn til að geta tekið um tíu nemendur inn í haust.mynd/úr safni Comenius-háskólinn í Bratislava í Slóvakíu mun í lok mánaðarins bjóða íslenskum stúdentum upp á inntökupróf í læknisfræði við læknisfræðideild skólans í bænum Martin í norðurhluta landsins. Inntökuprófin verða haldin í Slóvakíu en ef fleiri en sex sækja um hefur skólinn lofað að halda þau á Íslandi. Forsvarsmenn skólans eru að sögn mjög spenntir fyrir að taka inn íslenska nemendur. Nám við þennan háskóla hefur ekki boðist íslenskum stúdentum áður. „Þessi læknaskóli er í Martin í Slóvakíu, 200 kílómetrum fyrir norðan höfuðborgina Bratislava,“ segir Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi. „Árið 1991 fékk prófessor þarna þá hugmynd að bjóða upp á nám fyrir útlendinga í Slóvakíu. Þetta er eini læknaskólinn þar í landi sem kennir á ensku.“ Læknaskólinn heitir Jessenius School of Medicine og er deild innan Comenius-háskólans í Bratislava. Runólfur segir að kennt sé í litlum hópum og aðeins útlendingar eða Slóvakar búsettir erlendis fái inngöngu í þetta nám. „Þeir hafa verið að taka 140 manns inn á ári. Nú eru yfir 300 nemendanna Norðmenn. Þarna eru einnig Þjóðverjar, Danir og Svíar. Ameríkanar hafa svo verið að snúa aftur. Skólinn er viðurkenndur um alla Evrópu og í Bandaríkjunum,“ bendir Runólfur á. Í ár þreyttu 299 stúdentar inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands en aðeins 48 stóðust prófið. Þeir sem sem ekki komust inn geta leitað í annað nám innan háskólans hér en margir reyna við inntökupróf í læknisfræði erlendis. Inntökuprófið í slóvakíska skólann samanstendur af prófi í líffræði og öðru í efnafræði. Inntökuprófin í læknisfræði í Háskóla Íslands samanstanda af prófi í raunvísindum og hugvísindum auk prófs í almennri þekkingu. Runólfur segir að eftir því sem honum skiljist séu skólagjöld í sambærilegan skóla í Ungverjalandi um 15.200 Bandaríkjadalir (um það bil 1,8 milljónir króna). „Skólagjöld í Slóvakíu eru 8.950 evrur á ári [um það bil 1,3 milljónir króna] og það er fast gjald.“ birgirh@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Comenius-háskólinn í Bratislava í Slóvakíu mun í lok mánaðarins bjóða íslenskum stúdentum upp á inntökupróf í læknisfræði við læknisfræðideild skólans í bænum Martin í norðurhluta landsins. Inntökuprófin verða haldin í Slóvakíu en ef fleiri en sex sækja um hefur skólinn lofað að halda þau á Íslandi. Forsvarsmenn skólans eru að sögn mjög spenntir fyrir að taka inn íslenska nemendur. Nám við þennan háskóla hefur ekki boðist íslenskum stúdentum áður. „Þessi læknaskóli er í Martin í Slóvakíu, 200 kílómetrum fyrir norðan höfuðborgina Bratislava,“ segir Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi. „Árið 1991 fékk prófessor þarna þá hugmynd að bjóða upp á nám fyrir útlendinga í Slóvakíu. Þetta er eini læknaskólinn þar í landi sem kennir á ensku.“ Læknaskólinn heitir Jessenius School of Medicine og er deild innan Comenius-háskólans í Bratislava. Runólfur segir að kennt sé í litlum hópum og aðeins útlendingar eða Slóvakar búsettir erlendis fái inngöngu í þetta nám. „Þeir hafa verið að taka 140 manns inn á ári. Nú eru yfir 300 nemendanna Norðmenn. Þarna eru einnig Þjóðverjar, Danir og Svíar. Ameríkanar hafa svo verið að snúa aftur. Skólinn er viðurkenndur um alla Evrópu og í Bandaríkjunum,“ bendir Runólfur á. Í ár þreyttu 299 stúdentar inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands en aðeins 48 stóðust prófið. Þeir sem sem ekki komust inn geta leitað í annað nám innan háskólans hér en margir reyna við inntökupróf í læknisfræði erlendis. Inntökuprófið í slóvakíska skólann samanstendur af prófi í líffræði og öðru í efnafræði. Inntökuprófin í læknisfræði í Háskóla Íslands samanstanda af prófi í raunvísindum og hugvísindum auk prófs í almennri þekkingu. Runólfur segir að eftir því sem honum skiljist séu skólagjöld í sambærilegan skóla í Ungverjalandi um 15.200 Bandaríkjadalir (um það bil 1,8 milljónir króna). „Skólagjöld í Slóvakíu eru 8.950 evrur á ári [um það bil 1,3 milljónir króna] og það er fast gjald.“ birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira