Innlent

Sumarlegt þema í samkeppni

Ljósmynd Guðmundar Árnasonar af sandlóuunga á Grenivík var vinningsmynd þriðju sumarljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins.
Ljósmynd Guðmundar Árnasonar af sandlóuunga á Grenivík var vinningsmynd þriðju sumarljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins. mynd/guðmundur Árnason
Þema fjórðu og síðustu ljósmyndakeppninnar sem Fréttablaðið stendur fyrir í sumar er „Svona er sumarið“. Fréttablaðið vonast eftir myndum frá þátttakendum sem endurspegla á sem fjölbreytilegastan hátt sumarið sem er að líða. Skilafrestur fyrir sumarmyndirnar er 22. ágúst en myndir skal senda á netfangið Ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is.

Besta myndin birtist á forsíðu Fréttablaðsins og höfundur hennar fær einnig tvo farmiða með Wow-air. Í önnur og þriðju verðlaun eru gjafakort í Borgarleikhúsið.

Um síðustu helgi voru úrslit kunngjörð í þriðju ljósmyndasamkeppni sumarsins. Þemað var Náttúran og komu fyrstu verðlaun í hlut Guðmundar Árnasonar.-kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×