Risavaxinn sveppur fannst í Borgarfirði 11. ágúst 2012 03:15 Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár og hefur aldrei séð annað eins ferlíki og þennan kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum.Fréttablaðið/GVA „Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir gætu orðið svona stórir, þó hef ég séð þá marga mjög stóra.“ Hann ætlar sér þó ekki að leggja sér sveppinn til munns, þar sem líklegt verði að teljast að flugulirfur og önnur skordýr séu búin að gera sig heimakomin í honum sökum stærðar og aldurs. Raimundas fann kóngssveppinn í einni af sínum árlegu sveppatínsluferðum. Ferlíkið vegur 2,6 kíló, svipað og meðalstórt lambalæri, er 33 sentimetrar í þvermál, sem er örlítið stærra en þvermál Fréttablaðsins, og 30 sentimetrar á hæð, eins og lengdin frá byrjun þessarar fréttar og niður blaðsíðuna. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir þessa tilteknu tegund geta orðið mjög stóra. Önnur tegund, jötungíman, getur þó orðið mun stærri, en hún er af öðrum toga og myndar ekki staf og svepp, heldur eina stóra kúlu. „Allra stærstu sveppir í heimi geta orðið yfir tvö þúsund ára gamlir og náð yfir nokkra hektara. En þeir vaxa ofan í jörðinni og sjálft aldinið verður aldrei svo stórt,“ segir Guðríður. Kóngssveppur myndar svepprót með mörgum gerðum af trjárótum, er mjög fjölhæfur í því, að sögn Guðríðar. „Það er einmitt oft mikið af kóngssvepp í Borgarfirði þar sem þessi fannst,“ segir hún. Eitt af einkennum tegundarinnar er eins konar möskvamunstur efst á stofninum. Annars getur kúalubbinn verið svipaður kóngssveppnum, en hann er mun minni. Guðríður segir þetta sennilega vera einn af stærstu sveppum sem fundist hafa á landinu. sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir gætu orðið svona stórir, þó hef ég séð þá marga mjög stóra.“ Hann ætlar sér þó ekki að leggja sér sveppinn til munns, þar sem líklegt verði að teljast að flugulirfur og önnur skordýr séu búin að gera sig heimakomin í honum sökum stærðar og aldurs. Raimundas fann kóngssveppinn í einni af sínum árlegu sveppatínsluferðum. Ferlíkið vegur 2,6 kíló, svipað og meðalstórt lambalæri, er 33 sentimetrar í þvermál, sem er örlítið stærra en þvermál Fréttablaðsins, og 30 sentimetrar á hæð, eins og lengdin frá byrjun þessarar fréttar og niður blaðsíðuna. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir þessa tilteknu tegund geta orðið mjög stóra. Önnur tegund, jötungíman, getur þó orðið mun stærri, en hún er af öðrum toga og myndar ekki staf og svepp, heldur eina stóra kúlu. „Allra stærstu sveppir í heimi geta orðið yfir tvö þúsund ára gamlir og náð yfir nokkra hektara. En þeir vaxa ofan í jörðinni og sjálft aldinið verður aldrei svo stórt,“ segir Guðríður. Kóngssveppur myndar svepprót með mörgum gerðum af trjárótum, er mjög fjölhæfur í því, að sögn Guðríðar. „Það er einmitt oft mikið af kóngssvepp í Borgarfirði þar sem þessi fannst,“ segir hún. Eitt af einkennum tegundarinnar er eins konar möskvamunstur efst á stofninum. Annars getur kúalubbinn verið svipaður kóngssveppnum, en hann er mun minni. Guðríður segir þetta sennilega vera einn af stærstu sveppum sem fundist hafa á landinu. sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45