Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði seinna mark Kristianstad í 2-0 útisigri á Umeå í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Kristianstad í röð og annar leikurinn í röð þar sem Margrét Lára er á skotskónum.
Margrét Lára spilaði allan leikinn alveg eins og fyrirliðinn Sif Atladóttir en Katrín Ómarsdóttir var ekki með í kvöld. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar síðan liðið.
Susanne Moberg skoraði fyrra mark Kristianstad á 18. mínútu og Margrét Lára skoraði síðan seinna markið sjö mínútum fyrir hálfleik.
Kristianstad komst upp að hlið Kopparbergs/ Göteborg FC í 3. til 4. sæti en Gautaborgarliðið er bæði með betri markatölu sem og að eiga leik inni.
Margrét Lára skoraði í sigri Kristianstad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn

Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn
