Sjómenn vilja breytt lög um strandveiðar 31. júlí 2012 05:30 Strandveiðimenn eru í kapphlaupi hver við annan um að ná sem mestum afla þar til potturinn klárast, og því geta einstakir sjómenn ekki frestað veiðum þar til eftir helgi. Fréttablaðið/Stefán Breyta ætti lögum um strandveiðar svo veiðidagar hitti ekki á tímabil þar sem fiskverð er lágt segir formaður smábátasjómanna. Þrátt fyrir viðræður náðist ekki samkomulag um að fresta strandveiðum þar til eftir verslunarmannahelgi. Stjórnvöld ættu að tryggja að í framtíðinni hefjist strandveiðar í ágúst ekki dagana fyrir verslunarmannahelgi, segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna með að tímabil strandveiða skuli hefjast 1. ágúst, enda stórar fiskvinnslur lokaðar um helgina og því líklegt að verð á fiskmörkuðum verði lágt. Arthur segir ljóst að stjórnvöld hafi engar heimildir til að bregðast við þetta árið, en rétt sé að taka málið til rækilegrar endurskoðunar fyrir næsta sumar og breyta reglunum svo veiðarnar hitti ekki á svo óheppilega daga. „Við munum reyna að fá ráðuneytið í samvinnu við að gera þetta þannig úr garði að sem minnst hætta sé á verðföllum af þessu tagi,“ segir Arthur. Strandveiðar fara fram fyrstu dagana í hverjum sumarmánuði, og hefjast því á morgun, 1. ágúst. Veiðarnar stöðvast þegar heildarafla er náð og klárast því yfirleitt á nokkrum dögum. Því geta strandveiðimenn ekki beðið með að halda til veiða, enda hætt við að þá verði lítið til skiptanna ef aðrir fara á sjó. Arthur segir strandveiðimenn hafa rætt um að bindast samtökum um að róa ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi. „Ég veit að menn eru að tala saman, en ég hef ekki heyrt að það sé neitt samkomulag um það, og ósennilegt að samkomulag náist úr því sem komið er,“ segir Arthur. Hann segir það huggun harmi gegn að mögulega verði fiskverðið á markaði ekki jafn lágt og menn hafi haldið. „Þetta breytir því ekki að þetta eru augljóslega ekki heppilegustu dagarnir til að róa á,“ segir Arthur. Eins og fram kom í Fréttablaðinu nýverið hafa fjölmargir strandveiðimenn haft samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og óskað eftir því að ráðherra fresti strandveiðum þar til eftir helgi. Til þess hefur hann enga heimild samkvæmt lögunum. Eina úrræði ráðherra til að hafa slík áhrif væri því væntanlega að setja bráðabirgðalög, og nær útilokað er að það verði gert. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna málsins í gær. brjann@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Breyta ætti lögum um strandveiðar svo veiðidagar hitti ekki á tímabil þar sem fiskverð er lágt segir formaður smábátasjómanna. Þrátt fyrir viðræður náðist ekki samkomulag um að fresta strandveiðum þar til eftir verslunarmannahelgi. Stjórnvöld ættu að tryggja að í framtíðinni hefjist strandveiðar í ágúst ekki dagana fyrir verslunarmannahelgi, segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna með að tímabil strandveiða skuli hefjast 1. ágúst, enda stórar fiskvinnslur lokaðar um helgina og því líklegt að verð á fiskmörkuðum verði lágt. Arthur segir ljóst að stjórnvöld hafi engar heimildir til að bregðast við þetta árið, en rétt sé að taka málið til rækilegrar endurskoðunar fyrir næsta sumar og breyta reglunum svo veiðarnar hitti ekki á svo óheppilega daga. „Við munum reyna að fá ráðuneytið í samvinnu við að gera þetta þannig úr garði að sem minnst hætta sé á verðföllum af þessu tagi,“ segir Arthur. Strandveiðar fara fram fyrstu dagana í hverjum sumarmánuði, og hefjast því á morgun, 1. ágúst. Veiðarnar stöðvast þegar heildarafla er náð og klárast því yfirleitt á nokkrum dögum. Því geta strandveiðimenn ekki beðið með að halda til veiða, enda hætt við að þá verði lítið til skiptanna ef aðrir fara á sjó. Arthur segir strandveiðimenn hafa rætt um að bindast samtökum um að róa ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi. „Ég veit að menn eru að tala saman, en ég hef ekki heyrt að það sé neitt samkomulag um það, og ósennilegt að samkomulag náist úr því sem komið er,“ segir Arthur. Hann segir það huggun harmi gegn að mögulega verði fiskverðið á markaði ekki jafn lágt og menn hafi haldið. „Þetta breytir því ekki að þetta eru augljóslega ekki heppilegustu dagarnir til að róa á,“ segir Arthur. Eins og fram kom í Fréttablaðinu nýverið hafa fjölmargir strandveiðimenn haft samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og óskað eftir því að ráðherra fresti strandveiðum þar til eftir helgi. Til þess hefur hann enga heimild samkvæmt lögunum. Eina úrræði ráðherra til að hafa slík áhrif væri því væntanlega að setja bráðabirgðalög, og nær útilokað er að það verði gert. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna málsins í gær. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira