Pistillinn: Vítaspyrnukeppni – algjör heppni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2012 07:00 Petr Cech fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu með Chelsea. „Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó. Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
„Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó.
Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira