Árið 2011 var mitt besta á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2012 09:30 Arnar Þór Viðarsson er hér til vinstri í búningi Cercle Brugge í leik gegn erkifjendunum og grönnunum í Club Brugge. Leikurinn fór fram í nóvember og hafði Club Brugge betur, 1-0. Mynd/Nordic Photos/Getty Undanfarin misseri hefur lítið borið á Hafnfirðingnum Arnari Þór Viðarssyni í íslenskum fjölmiðlum þrátt fyrir að hann sé enn að spila af fullum krafti í sterkri atvinnumannadeild í Evrópu. Fimmtánda ár hans í atvinnumennskunni er nýhafið en hann segir við Fréttablaðið að árið 2011 hafi verið hans besta á ferlinum. Arnar lék síðast með íslenska landsliðinu árið 2007. Arnar samdi fyrst við belgíska liðið Lokeren árið 1997, en hann hefur lengst af haldið sig þar í landi og er nú á sínu fjórða tímabili hjá Cercle Brugge. Hann er uppalinn FH-ingur enda af mikilli FH-ætt. Faðir Arnars, Viðar Halldórsson, er formaður félagsins og föðurbróðirinn Jón Rúnar formaður knattspyrnudeildar. Bræður hans, Davíð Þór og Bjarni Þór, eru báðir atvinnumenn í knattspyrnu. Sáttir við stöðuna í deildinniÓhætt er að fullyrða að Arnar Þór sé í hópi leikreyndustu knattspyrnumanna Íslands í dag, en hann hefur síðustu ár verið lykilmaður í uppgangi Cercle Brugge. „Við erum nú í sjöunda sæti deildarinnar eftir nítján leiki og erum bara mjög sáttir við það," segir Arnar. „Við erum enn í baráttunni um að komast í umspil efstu sex liðanna um meistaratitilinn í vor. Þangað stefnum við." Arnar var alls hjá Lokeren í sjö ár eftir að hann fékk langtímasamning hjá liðinu árið 1998. Hann stoppaði svo í Hollandi í þrjú ár áður en hann samdi við Cercle Brugge. Spilar hverja einustu mínútu„Það gekk á ýmsu fyrsta tímabilið hjá Cercle og ég náði ekki að mynda nógu gott samband við þjálfarann. Svo kom nýr þjálfari og síðan þá hef ég verið fastamaður í liðinu." Til marks um það má nefna að Arnar hefur spilað í 90 mínútur í öllum nítján deildarleikjum liðsins til þessa á tímabilinu. „Árið 2011 var það besta á ferli mínum hingað til," segir hann. „Reynslan kemur með aldrinum og þá verður auðveldara að takast á við þær aðstæður sem geta komið upp í leikjum. Maður þekkir þetta orðið allt. Líkaminn er líka góður og mér líður vel. Með aldrinum áttar maður sig á því að ferlinum gæti lokið hvenær sem er – þá er um að gera að njóta þess að spila á meðan maður getur." Útskrifast sem þjálfari í vorArnar skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í vor en ef líkaminn verður enn í fínu standi að þeim tíma loknum mun hann spila áfram. Ef ekki mun hann líklega hefja störf sem þjálfari hjá liðinu. „Ég hef verið að sækja þjálfaranám hér í Belgíu og mun útskrifast með UEFA-A þjálfaragráðu í vor," segir hann, en það er næsthæsta stig þjálfaramenntunar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Þrátt fyrir það var hann ekki harðákveðinn í að fara út í þjálfun. „Ég ætlaði bara að fara í námið og sjá svo til. Staðan er þannig núna að mér líður mjög vel hjá Cercle og það er einnig ánægja með störf mín hjá félaginu. Það er litið á mig sem framtíðarmann í þjálfarateymi félagsins, fyrst um sinn sem aðstoðarmaður." Ekkert ritað í steinHann tekur þó öllu með hæfilegum fyrirvara. „Maður veit aldrei. Kannski gerir maður eitthvað af sér í næstu viku og verður umsvifalaust sparkað út," sagði hann í léttum dúr. „Það er ekkert ritað í stein." Arnar er fjölskyldumaður. Hann á eiginkonu og tvö börn, sjö ára stelpu og fjögurra ára strák, og líður mjög vel í Belgíu. „Ég er hamingjusamur ungur maður og okkur líður mjög vel. Við erum ekki á heimleið í bráð, sérstaklega ef maður fengi tækifæri í þjálfuninni hér úti. Það eru örugglega margir sem myndu borga góðan pening fyrir slíkt tækifæri." Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Undanfarin misseri hefur lítið borið á Hafnfirðingnum Arnari Þór Viðarssyni í íslenskum fjölmiðlum þrátt fyrir að hann sé enn að spila af fullum krafti í sterkri atvinnumannadeild í Evrópu. Fimmtánda ár hans í atvinnumennskunni er nýhafið en hann segir við Fréttablaðið að árið 2011 hafi verið hans besta á ferlinum. Arnar lék síðast með íslenska landsliðinu árið 2007. Arnar samdi fyrst við belgíska liðið Lokeren árið 1997, en hann hefur lengst af haldið sig þar í landi og er nú á sínu fjórða tímabili hjá Cercle Brugge. Hann er uppalinn FH-ingur enda af mikilli FH-ætt. Faðir Arnars, Viðar Halldórsson, er formaður félagsins og föðurbróðirinn Jón Rúnar formaður knattspyrnudeildar. Bræður hans, Davíð Þór og Bjarni Þór, eru báðir atvinnumenn í knattspyrnu. Sáttir við stöðuna í deildinniÓhætt er að fullyrða að Arnar Þór sé í hópi leikreyndustu knattspyrnumanna Íslands í dag, en hann hefur síðustu ár verið lykilmaður í uppgangi Cercle Brugge. „Við erum nú í sjöunda sæti deildarinnar eftir nítján leiki og erum bara mjög sáttir við það," segir Arnar. „Við erum enn í baráttunni um að komast í umspil efstu sex liðanna um meistaratitilinn í vor. Þangað stefnum við." Arnar var alls hjá Lokeren í sjö ár eftir að hann fékk langtímasamning hjá liðinu árið 1998. Hann stoppaði svo í Hollandi í þrjú ár áður en hann samdi við Cercle Brugge. Spilar hverja einustu mínútu„Það gekk á ýmsu fyrsta tímabilið hjá Cercle og ég náði ekki að mynda nógu gott samband við þjálfarann. Svo kom nýr þjálfari og síðan þá hef ég verið fastamaður í liðinu." Til marks um það má nefna að Arnar hefur spilað í 90 mínútur í öllum nítján deildarleikjum liðsins til þessa á tímabilinu. „Árið 2011 var það besta á ferli mínum hingað til," segir hann. „Reynslan kemur með aldrinum og þá verður auðveldara að takast á við þær aðstæður sem geta komið upp í leikjum. Maður þekkir þetta orðið allt. Líkaminn er líka góður og mér líður vel. Með aldrinum áttar maður sig á því að ferlinum gæti lokið hvenær sem er – þá er um að gera að njóta þess að spila á meðan maður getur." Útskrifast sem þjálfari í vorArnar skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í vor en ef líkaminn verður enn í fínu standi að þeim tíma loknum mun hann spila áfram. Ef ekki mun hann líklega hefja störf sem þjálfari hjá liðinu. „Ég hef verið að sækja þjálfaranám hér í Belgíu og mun útskrifast með UEFA-A þjálfaragráðu í vor," segir hann, en það er næsthæsta stig þjálfaramenntunar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Þrátt fyrir það var hann ekki harðákveðinn í að fara út í þjálfun. „Ég ætlaði bara að fara í námið og sjá svo til. Staðan er þannig núna að mér líður mjög vel hjá Cercle og það er einnig ánægja með störf mín hjá félaginu. Það er litið á mig sem framtíðarmann í þjálfarateymi félagsins, fyrst um sinn sem aðstoðarmaður." Ekkert ritað í steinHann tekur þó öllu með hæfilegum fyrirvara. „Maður veit aldrei. Kannski gerir maður eitthvað af sér í næstu viku og verður umsvifalaust sparkað út," sagði hann í léttum dúr. „Það er ekkert ritað í stein." Arnar er fjölskyldumaður. Hann á eiginkonu og tvö börn, sjö ára stelpu og fjögurra ára strák, og líður mjög vel í Belgíu. „Ég er hamingjusamur ungur maður og okkur líður mjög vel. Við erum ekki á heimleið í bráð, sérstaklega ef maður fengi tækifæri í þjálfuninni hér úti. Það eru örugglega margir sem myndu borga góðan pening fyrir slíkt tækifæri."
Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira