Heimir: Ég man að Gummi Ben skoraði frábært mark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 07:30 FH-ingar fagna marki gegn USV Eschen/Mauren í 1. umferð forkeppninnar. FH vann 3-1 sigur samanlagt. Mynd/Ernir FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni. „Þetta er frábær völlur sem tekur 36 þúsund manns. Ég tók eftir því að menn eru orðnir spenntir að taka þátt í þessu," sagði Heimir um Råsunda-leikvanginn. „Það fer hver að vera síðastur að spila á þessum glæsilega velli því hann verður rifinn eftir tímabilið. Það á að byggja nýjan leikvang sem tekur um 50 þúsund áhorfendur. Þetta er flott og allar aðstæður til fyrirmyndar." FH-ingar töpuðu nokkuð óvænt 3-1 gegn Valsmönnum í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. Heimir var ósáttur með sína menn í þeim leik. „Sá leikur var afgreiddur á mánudaginn. Það voru auðvitað vonbrigði að tapa honum en nú er ný áskorun að spila leik gegn sterku liði AIK. Liðið er vel skipulagt og með hættulega menn frammi. Þetta er verðugt verkefni fyrir FH," segir Heimir. Miðvörðurinn Freyr Bjarnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Valsmönnum og munaði um minna hjá FH-ingum. FH-ingar leiddu 1-0 þegar Freyr fór af velli en töpuðu eins og áður segir 3-1. „Við erum að tjasla honum saman. Hann var með á æfingunni svo ég reikna með því að hann verði leikfær á morgun. Aðrir eru heilir og allir klárir," segir Heimir sem hefur sé tvo leiki AIK liðsins á DVD-mynddiskum. „Það er ljóst að við erum að spila við sterkt lið og þurfum að verjast vel, vera klókir í varnarleiknum. En við þurfum líka að halda boltanum innan liðsins á ákveðnum tímapunktum. Það þýðir ekki að liggja í vörn í 90 mínútur og hlaupa. Við þurfum að stríða þeim sóknarlega líka. Við höfum öfluga menn í sóknarlínunni og eigum að geta strítt þeim þar," segir Heimir sem á ekki von á öðru en að íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson verði í byrjunarliði Svíanna. Heimir lék með KR-ingum sem mættu AIK í Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Þá féll liðið úr keppni samanlagt 2-1. „Ef ég man þetta rétt töpuðum við fyrri leiknum heima 1-0. Vorum pínu klaufar að ná ekki jafntefli. Svo man ég að Gummi Ben skoraði frábært mark í leiknum úti og við áttum einhverja möguleika en tókst ekki að klára þá," segir Heimir og leggur áherslu á að fá úrslit sem gefi liðinu möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika að viku liðinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05 Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni. „Þetta er frábær völlur sem tekur 36 þúsund manns. Ég tók eftir því að menn eru orðnir spenntir að taka þátt í þessu," sagði Heimir um Råsunda-leikvanginn. „Það fer hver að vera síðastur að spila á þessum glæsilega velli því hann verður rifinn eftir tímabilið. Það á að byggja nýjan leikvang sem tekur um 50 þúsund áhorfendur. Þetta er flott og allar aðstæður til fyrirmyndar." FH-ingar töpuðu nokkuð óvænt 3-1 gegn Valsmönnum í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. Heimir var ósáttur með sína menn í þeim leik. „Sá leikur var afgreiddur á mánudaginn. Það voru auðvitað vonbrigði að tapa honum en nú er ný áskorun að spila leik gegn sterku liði AIK. Liðið er vel skipulagt og með hættulega menn frammi. Þetta er verðugt verkefni fyrir FH," segir Heimir. Miðvörðurinn Freyr Bjarnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Valsmönnum og munaði um minna hjá FH-ingum. FH-ingar leiddu 1-0 þegar Freyr fór af velli en töpuðu eins og áður segir 3-1. „Við erum að tjasla honum saman. Hann var með á æfingunni svo ég reikna með því að hann verði leikfær á morgun. Aðrir eru heilir og allir klárir," segir Heimir sem hefur sé tvo leiki AIK liðsins á DVD-mynddiskum. „Það er ljóst að við erum að spila við sterkt lið og þurfum að verjast vel, vera klókir í varnarleiknum. En við þurfum líka að halda boltanum innan liðsins á ákveðnum tímapunktum. Það þýðir ekki að liggja í vörn í 90 mínútur og hlaupa. Við þurfum að stríða þeim sóknarlega líka. Við höfum öfluga menn í sóknarlínunni og eigum að geta strítt þeim þar," segir Heimir sem á ekki von á öðru en að íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson verði í byrjunarliði Svíanna. Heimir lék með KR-ingum sem mættu AIK í Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Þá féll liðið úr keppni samanlagt 2-1. „Ef ég man þetta rétt töpuðum við fyrri leiknum heima 1-0. Vorum pínu klaufar að ná ekki jafntefli. Svo man ég að Gummi Ben skoraði frábært mark í leiknum úti og við áttum einhverja möguleika en tókst ekki að klára þá," segir Heimir og leggur áherslu á að fá úrslit sem gefi liðinu möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika að viku liðinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05 Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05
Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn