Heimir: Ég man að Gummi Ben skoraði frábært mark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 07:30 FH-ingar fagna marki gegn USV Eschen/Mauren í 1. umferð forkeppninnar. FH vann 3-1 sigur samanlagt. Mynd/Ernir FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni. „Þetta er frábær völlur sem tekur 36 þúsund manns. Ég tók eftir því að menn eru orðnir spenntir að taka þátt í þessu," sagði Heimir um Råsunda-leikvanginn. „Það fer hver að vera síðastur að spila á þessum glæsilega velli því hann verður rifinn eftir tímabilið. Það á að byggja nýjan leikvang sem tekur um 50 þúsund áhorfendur. Þetta er flott og allar aðstæður til fyrirmyndar." FH-ingar töpuðu nokkuð óvænt 3-1 gegn Valsmönnum í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. Heimir var ósáttur með sína menn í þeim leik. „Sá leikur var afgreiddur á mánudaginn. Það voru auðvitað vonbrigði að tapa honum en nú er ný áskorun að spila leik gegn sterku liði AIK. Liðið er vel skipulagt og með hættulega menn frammi. Þetta er verðugt verkefni fyrir FH," segir Heimir. Miðvörðurinn Freyr Bjarnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Valsmönnum og munaði um minna hjá FH-ingum. FH-ingar leiddu 1-0 þegar Freyr fór af velli en töpuðu eins og áður segir 3-1. „Við erum að tjasla honum saman. Hann var með á æfingunni svo ég reikna með því að hann verði leikfær á morgun. Aðrir eru heilir og allir klárir," segir Heimir sem hefur sé tvo leiki AIK liðsins á DVD-mynddiskum. „Það er ljóst að við erum að spila við sterkt lið og þurfum að verjast vel, vera klókir í varnarleiknum. En við þurfum líka að halda boltanum innan liðsins á ákveðnum tímapunktum. Það þýðir ekki að liggja í vörn í 90 mínútur og hlaupa. Við þurfum að stríða þeim sóknarlega líka. Við höfum öfluga menn í sóknarlínunni og eigum að geta strítt þeim þar," segir Heimir sem á ekki von á öðru en að íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson verði í byrjunarliði Svíanna. Heimir lék með KR-ingum sem mættu AIK í Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Þá féll liðið úr keppni samanlagt 2-1. „Ef ég man þetta rétt töpuðum við fyrri leiknum heima 1-0. Vorum pínu klaufar að ná ekki jafntefli. Svo man ég að Gummi Ben skoraði frábært mark í leiknum úti og við áttum einhverja möguleika en tókst ekki að klára þá," segir Heimir og leggur áherslu á að fá úrslit sem gefi liðinu möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika að viku liðinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05 Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45 Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Sjá meira
FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni. „Þetta er frábær völlur sem tekur 36 þúsund manns. Ég tók eftir því að menn eru orðnir spenntir að taka þátt í þessu," sagði Heimir um Råsunda-leikvanginn. „Það fer hver að vera síðastur að spila á þessum glæsilega velli því hann verður rifinn eftir tímabilið. Það á að byggja nýjan leikvang sem tekur um 50 þúsund áhorfendur. Þetta er flott og allar aðstæður til fyrirmyndar." FH-ingar töpuðu nokkuð óvænt 3-1 gegn Valsmönnum í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. Heimir var ósáttur með sína menn í þeim leik. „Sá leikur var afgreiddur á mánudaginn. Það voru auðvitað vonbrigði að tapa honum en nú er ný áskorun að spila leik gegn sterku liði AIK. Liðið er vel skipulagt og með hættulega menn frammi. Þetta er verðugt verkefni fyrir FH," segir Heimir. Miðvörðurinn Freyr Bjarnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Valsmönnum og munaði um minna hjá FH-ingum. FH-ingar leiddu 1-0 þegar Freyr fór af velli en töpuðu eins og áður segir 3-1. „Við erum að tjasla honum saman. Hann var með á æfingunni svo ég reikna með því að hann verði leikfær á morgun. Aðrir eru heilir og allir klárir," segir Heimir sem hefur sé tvo leiki AIK liðsins á DVD-mynddiskum. „Það er ljóst að við erum að spila við sterkt lið og þurfum að verjast vel, vera klókir í varnarleiknum. En við þurfum líka að halda boltanum innan liðsins á ákveðnum tímapunktum. Það þýðir ekki að liggja í vörn í 90 mínútur og hlaupa. Við þurfum að stríða þeim sóknarlega líka. Við höfum öfluga menn í sóknarlínunni og eigum að geta strítt þeim þar," segir Heimir sem á ekki von á öðru en að íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson verði í byrjunarliði Svíanna. Heimir lék með KR-ingum sem mættu AIK í Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Þá féll liðið úr keppni samanlagt 2-1. „Ef ég man þetta rétt töpuðum við fyrri leiknum heima 1-0. Vorum pínu klaufar að ná ekki jafntefli. Svo man ég að Gummi Ben skoraði frábært mark í leiknum úti og við áttum einhverja möguleika en tókst ekki að klára þá," segir Heimir og leggur áherslu á að fá úrslit sem gefi liðinu möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika að viku liðinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05 Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45 Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Sjá meira
FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05
Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45