Viðureign AIK og FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu verður í beinni útsendingu á Eurosport.
Leikur liðanna fer fram á Råsunda-leikvanginum í Solna og hefst klukkan 17. Um er að ræða síðasta tímabilið sem leikið verður á þessum glæsilega velli en hann á að rífa og byggja enn stærri leikvang.
Um er að ræða fjórða skipti sem íslenskt félagslið mætir AIK í Evrópukeppni en íslensku liði hefur aldrei tekist að slá sænska liðið úr keppni. Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson er á mála hjá AIK.
Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að Eurosport verður fylgst með gangi mála í Boltavaktinni hér á Vísi.
Leikur AIK og FH í beinni á Eurosport

Tengdar fréttir

Heimir: Ég man að Gummi Ben skoraði frábært mark
FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni.

Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK
FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs.