Enski boltinn

Clattenburg dæmir ekki um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mark Clattenburg mun ekki dæma fjórðu helgina í röð en dómarinn liggur nú undir ásökunum um kynþáttaníð.

Chelsea kvartaði formlega undan Clattenburg eftir leik sinn gegn Manchester United í síðasta mánuði. Var Clattenburg sakaður um óviðeigandi orðalag gagnvart John Obi Mikel hjá Chelsea.

Clattenburg neitar sök en enn er beðið niðurstöðu rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. Talið er að hún verði kynnt síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×