Börsungar bálreiðir yfir ákvörðuninni um að aflétta banni Mourinho Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 10:30 Það heyrir til undantekninga ef ekki sýður upp úr í viðureignum Barcelona og Real Madrid. Nordicphotos/Getty Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona eru allt annað en sáttir við ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins um að aflétta tveggja leikja banni Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Real Madrid. Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að pota fingri í auga Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Barcelona, í viðureign Barcelona og Real Madrid í ágúst síðastliðnum. Á þriðjudag aflétti forseti spænska knattspyrnusambandsins banninu og sömuleiðis eins leiks banni Vilaonova fyrir viðbrögð hans við árásinni. „Við erum reiðir og erum ekki sammála ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins," er haft eftir Toni Freixa, talsmanni Barcelona. „Við teljum að árás á borð við þá sem Mourinho gerði verði að refsa," sagði Freixa og bætti við að árásin hefði verið grafalvarleg auk þess sem „allur heimurinn" hefði orðið vitni að henni. Freixa segir að Barcelona hafi upphaflega ákveðið að kvarta ekki formlega yfir atvikinu til sambandsins heldur láta það um að leysa úr málinu. Nú, eftir að banninu var aflétt, vill Barcelona að nefnd verði sett á laggirnar til þess að skoða vinnuhætti knattspyrnusambandsins í tengslum við agabrot. Sömuleiðis þurfi að skoða möguleika Angel Maria Villar, forseta sambandsins, til þess að aflétta bönnum upp á sitt einsdæmi líkt og gert var í tilfelli Mourinho og Vilanova. Villar var í febrúar endurkjörinn forseti spænska knattspyrnusambandsins í sjöunda skipti en hann hefur setið í embætti í 24 ár. Enginn bauð sig fram gegn Villar. Spænski boltinn Tengdar fréttir Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. 10. júlí 2012 18:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona eru allt annað en sáttir við ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins um að aflétta tveggja leikja banni Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Real Madrid. Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að pota fingri í auga Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Barcelona, í viðureign Barcelona og Real Madrid í ágúst síðastliðnum. Á þriðjudag aflétti forseti spænska knattspyrnusambandsins banninu og sömuleiðis eins leiks banni Vilaonova fyrir viðbrögð hans við árásinni. „Við erum reiðir og erum ekki sammála ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins," er haft eftir Toni Freixa, talsmanni Barcelona. „Við teljum að árás á borð við þá sem Mourinho gerði verði að refsa," sagði Freixa og bætti við að árásin hefði verið grafalvarleg auk þess sem „allur heimurinn" hefði orðið vitni að henni. Freixa segir að Barcelona hafi upphaflega ákveðið að kvarta ekki formlega yfir atvikinu til sambandsins heldur láta það um að leysa úr málinu. Nú, eftir að banninu var aflétt, vill Barcelona að nefnd verði sett á laggirnar til þess að skoða vinnuhætti knattspyrnusambandsins í tengslum við agabrot. Sömuleiðis þurfi að skoða möguleika Angel Maria Villar, forseta sambandsins, til þess að aflétta bönnum upp á sitt einsdæmi líkt og gert var í tilfelli Mourinho og Vilanova. Villar var í febrúar endurkjörinn forseti spænska knattspyrnusambandsins í sjöunda skipti en hann hefur setið í embætti í 24 ár. Enginn bauð sig fram gegn Villar.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. 10. júlí 2012 18:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. 10. júlí 2012 18:30