Börsungar bálreiðir yfir ákvörðuninni um að aflétta banni Mourinho Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 10:30 Það heyrir til undantekninga ef ekki sýður upp úr í viðureignum Barcelona og Real Madrid. Nordicphotos/Getty Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona eru allt annað en sáttir við ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins um að aflétta tveggja leikja banni Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Real Madrid. Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að pota fingri í auga Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Barcelona, í viðureign Barcelona og Real Madrid í ágúst síðastliðnum. Á þriðjudag aflétti forseti spænska knattspyrnusambandsins banninu og sömuleiðis eins leiks banni Vilaonova fyrir viðbrögð hans við árásinni. „Við erum reiðir og erum ekki sammála ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins," er haft eftir Toni Freixa, talsmanni Barcelona. „Við teljum að árás á borð við þá sem Mourinho gerði verði að refsa," sagði Freixa og bætti við að árásin hefði verið grafalvarleg auk þess sem „allur heimurinn" hefði orðið vitni að henni. Freixa segir að Barcelona hafi upphaflega ákveðið að kvarta ekki formlega yfir atvikinu til sambandsins heldur láta það um að leysa úr málinu. Nú, eftir að banninu var aflétt, vill Barcelona að nefnd verði sett á laggirnar til þess að skoða vinnuhætti knattspyrnusambandsins í tengslum við agabrot. Sömuleiðis þurfi að skoða möguleika Angel Maria Villar, forseta sambandsins, til þess að aflétta bönnum upp á sitt einsdæmi líkt og gert var í tilfelli Mourinho og Vilanova. Villar var í febrúar endurkjörinn forseti spænska knattspyrnusambandsins í sjöunda skipti en hann hefur setið í embætti í 24 ár. Enginn bauð sig fram gegn Villar. Spænski boltinn Tengdar fréttir Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. 10. júlí 2012 18:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona eru allt annað en sáttir við ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins um að aflétta tveggja leikja banni Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Real Madrid. Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að pota fingri í auga Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Barcelona, í viðureign Barcelona og Real Madrid í ágúst síðastliðnum. Á þriðjudag aflétti forseti spænska knattspyrnusambandsins banninu og sömuleiðis eins leiks banni Vilaonova fyrir viðbrögð hans við árásinni. „Við erum reiðir og erum ekki sammála ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins," er haft eftir Toni Freixa, talsmanni Barcelona. „Við teljum að árás á borð við þá sem Mourinho gerði verði að refsa," sagði Freixa og bætti við að árásin hefði verið grafalvarleg auk þess sem „allur heimurinn" hefði orðið vitni að henni. Freixa segir að Barcelona hafi upphaflega ákveðið að kvarta ekki formlega yfir atvikinu til sambandsins heldur láta það um að leysa úr málinu. Nú, eftir að banninu var aflétt, vill Barcelona að nefnd verði sett á laggirnar til þess að skoða vinnuhætti knattspyrnusambandsins í tengslum við agabrot. Sömuleiðis þurfi að skoða möguleika Angel Maria Villar, forseta sambandsins, til þess að aflétta bönnum upp á sitt einsdæmi líkt og gert var í tilfelli Mourinho og Vilanova. Villar var í febrúar endurkjörinn forseti spænska knattspyrnusambandsins í sjöunda skipti en hann hefur setið í embætti í 24 ár. Enginn bauð sig fram gegn Villar.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. 10. júlí 2012 18:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. 10. júlí 2012 18:30