Börsungar bálreiðir yfir ákvörðuninni um að aflétta banni Mourinho Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 10:30 Það heyrir til undantekninga ef ekki sýður upp úr í viðureignum Barcelona og Real Madrid. Nordicphotos/Getty Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona eru allt annað en sáttir við ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins um að aflétta tveggja leikja banni Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Real Madrid. Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að pota fingri í auga Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Barcelona, í viðureign Barcelona og Real Madrid í ágúst síðastliðnum. Á þriðjudag aflétti forseti spænska knattspyrnusambandsins banninu og sömuleiðis eins leiks banni Vilaonova fyrir viðbrögð hans við árásinni. „Við erum reiðir og erum ekki sammála ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins," er haft eftir Toni Freixa, talsmanni Barcelona. „Við teljum að árás á borð við þá sem Mourinho gerði verði að refsa," sagði Freixa og bætti við að árásin hefði verið grafalvarleg auk þess sem „allur heimurinn" hefði orðið vitni að henni. Freixa segir að Barcelona hafi upphaflega ákveðið að kvarta ekki formlega yfir atvikinu til sambandsins heldur láta það um að leysa úr málinu. Nú, eftir að banninu var aflétt, vill Barcelona að nefnd verði sett á laggirnar til þess að skoða vinnuhætti knattspyrnusambandsins í tengslum við agabrot. Sömuleiðis þurfi að skoða möguleika Angel Maria Villar, forseta sambandsins, til þess að aflétta bönnum upp á sitt einsdæmi líkt og gert var í tilfelli Mourinho og Vilanova. Villar var í febrúar endurkjörinn forseti spænska knattspyrnusambandsins í sjöunda skipti en hann hefur setið í embætti í 24 ár. Enginn bauð sig fram gegn Villar. Spænski boltinn Tengdar fréttir Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. 10. júlí 2012 18:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona eru allt annað en sáttir við ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins um að aflétta tveggja leikja banni Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Real Madrid. Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að pota fingri í auga Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Barcelona, í viðureign Barcelona og Real Madrid í ágúst síðastliðnum. Á þriðjudag aflétti forseti spænska knattspyrnusambandsins banninu og sömuleiðis eins leiks banni Vilaonova fyrir viðbrögð hans við árásinni. „Við erum reiðir og erum ekki sammála ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins," er haft eftir Toni Freixa, talsmanni Barcelona. „Við teljum að árás á borð við þá sem Mourinho gerði verði að refsa," sagði Freixa og bætti við að árásin hefði verið grafalvarleg auk þess sem „allur heimurinn" hefði orðið vitni að henni. Freixa segir að Barcelona hafi upphaflega ákveðið að kvarta ekki formlega yfir atvikinu til sambandsins heldur láta það um að leysa úr málinu. Nú, eftir að banninu var aflétt, vill Barcelona að nefnd verði sett á laggirnar til þess að skoða vinnuhætti knattspyrnusambandsins í tengslum við agabrot. Sömuleiðis þurfi að skoða möguleika Angel Maria Villar, forseta sambandsins, til þess að aflétta bönnum upp á sitt einsdæmi líkt og gert var í tilfelli Mourinho og Vilanova. Villar var í febrúar endurkjörinn forseti spænska knattspyrnusambandsins í sjöunda skipti en hann hefur setið í embætti í 24 ár. Enginn bauð sig fram gegn Villar.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. 10. júlí 2012 18:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. 10. júlí 2012 18:30