Innlent

Magnús Norðdahl í launalaust leyfi á meðan hann situr á þingi

Magnús Norðdahl er búinn að taka sæti á Alþingi.
Magnús Norðdahl er búinn að taka sæti á Alþingi.
Magnús Norðdahl, yfirlögfræðingur ASÍ, hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar, sem fer nú í veikindaleyfi.

Samkvæmt upplýsingum frá Gylfa Arnbjörnssyni, formanni ASÍ, óskaði Magnús eftir launalausu leyfi í hálft ár síðasta haust, þegar það var ljóst að hann myndi taka þingsæti í fjarveru Katrínar.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi á sínum tíma harðlega að henni var sagt upp sem lögfræðingur hjá sambandinu, þegar hún tók að sér að leiða framboðslista flokksins, fyrir síðustu alþingiskosningar.

Gylfi sagði þá að ASÍ liti svo á að Vigdís hefði skipt um starfsvettvang þegar hún ákvað að leiða framboðslista Framsóknarflokksins.

„Annars kemur ekki á óvart að Vigdís tjái sig um þetta með sínum söguskýringum á starfslokum sínum. Ég hef ekkert við þetta að bæta," sagði Gylfi um gagnrýni Vigdísar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×