Enski boltinn

Berbatov: Hef misst virðingu fyrir Ferguson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dimitar Berbatov sagði við enska fjölmiðla í dag að hann hefði ekki haft fyrir því að kveðja Alex Ferguson þegar hann fór frá Manchester United á dögunum.

Ferguson gaf Berbatov fá tækifæri undir það síðasta eftir að hafa keypt hann fyrir rúmar 30 milljónir punda árið 2008. Berbatov er nú genginn í raðir Fulham.

„Ég tel að ég hafi ekki átt skilið þá meðferð sem ég fékk hjá United. Ég fór tíu eða fimmtán sinnum til þjálfarans og spurði hvort hann hefði einhverja þörf fyrir mig. Alltaf voru svörin á þann veg að ég væri mikilvægur leikmaður og ætti ekki að fara. En samt komst ég aldrei í liðið," sagði Berbatov.

„Ég hefði kannski átt að fara þegar að Ferguson valdi mig ekki í hópinn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar [árið 2011]. Ég veit að hann ræður en hann hefur samt, að einhverju leyti, misst virðingu mína vegna þess hvernig hann kom fram við mig."

„Það verður ekkert vandamál fyrir mig að spila gegn United í framtíðinni. Ég hef gert það árðu. Og það þjónar engum tilgangi að líta um öxl. Ég kvaddi þá sem áttu það skilið. Ég kvaddi ekki Ferguson."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×