Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. september 2012 18:54 Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira