Fótbolti

Neville býst ekki við því að Rio verði valinn aftur í landsliðið

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man. Utd og enska landsliðsins, býst ekki við því að Rio Ferdinand, leikmaður Man. Utd, verði kallaður aftur í enska landsliðið þó svo John Terry sé hættur að spila með landsliðinu.

Margir vilja sjá Rio aftur í landsliðinu eftir að Terry lagði landsliðsskóna á hilluna.

"Ég skil ekki lætin út af þessu máli. Þetta snýst ekki bara um landsliðsþjálfarann heldur er staðan sú að Rio hefur ekki spilað mikið með landsliðinu síðustu tvö ár. Hann spilaði aðeins þrjá af átján leikjum Capello með liðið," sagði Neville.

"Hodgson ætlar ekki með reynda leikmenn á HM 2014 til þess að láta þá sitja í stúkunni. Það er ekki gott. Rio er góður leikmaður en þegar HM 2014 rennur upp þá verður hann orðinn 35 ára."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×