Enski boltinn

Henry: Ég á ekki eftir að skora í öllum leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Thierry Henry er að reyna að draga úr væntingum til sín eftir að Frakkinn átti sannkallaða draumainnkomu á mánudagskvöldið. Henry skoraði þá sigurmarkið á móti Leeds í fyrsta leik sínum fyrir Arsenal í rúmlega fjögur og hálft ár.

„Ég veit að ég skoraði en ég á ekki eftir að skora í öllum leikjum. Ég mun alltaf reyna að skila mínu en stundum verður það ekki nóg. Ég mun samt alltaf gera mitt besta," sagði Thierry Henry við Arsenal Player.

„Ég elska þetta félag og mun segja það aftur og aftur. Við erum samt ekki að fara endurskrifa söguna. Ef stjórinn þarf mig í 30 sekúndur, eina mínútu eða bara alls ekki þá mun ég vera jákvæður í kringum strákana og reyna að hjálpa liðinu í búningsklefanum," sagði Henry.

„Ég er kominn hingað til að skila öðruvísi hlutverki en ég gerði áður og mitt aðalmarkmið er að hjálpa liðinu á allan mögulegan hátt," sagði Henry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×